Þór - KR í úrslitum Valitor-bikarsins í dag klukkan 16:00
,,Við undirbúum okkur undir þennan leik eins og alla aðra í sumar," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í samtali við Fótbolta.net fyrir bikarúrslitaleikinn.
KR og Þór mætast í úrslitum Valitors-bikarsins í dag klukkan 16:00.
,,Við erum að keppa við gott lið og það er vonandi að það verði mikið af fólki og góður fótboltavöllur og við getum skemmt okkur saman."
KR-ingar eru taldir líklegri til afreka í dag en Rúnar hræðist ekki vanmat.
,,Það er ekki til vanmat í hugum okkar, bikarúrslit hafa alltaf ákveðin sjarma. Ég held að það sé ekki nokkur maður sem fer með vanmat í svona leiki."
Nánar er rætt við Rúnar í sjónvarpinu hér að ofan.






















