"Er þetta ekki fjórði í röð?" leiðrétti Pétur blaðamann þegar inntur eftir viðbrögðum við sigri FH á Víkingum í kvöld, 1-3.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 3 FH
"Já ég er mjög sáttur við þetta en frábær sigur og vel gert hjá strákunum."
Pétur Viðarsson var ómyrkur í máli þegar spurður um rauða spjaldið sem hann fékk í kvöld eftir viðskipti sín við Björgólf Takefusa "Bjöggi var nýbúnn að láta sig detta og ég lét hann aðeins heyra það, þá steig hann upp í mig og um leið og hann snerti mig þá lét hann sig detta."
Nánar er rætt við Pétur Viðarsson í sjónvarpinu hér að ofan.






















