„Nei, þetta er þriðji leikurinn í röð sem við missum mann útaf en við skorum alltaf einum færri. Það er góðs viti en þetta er ekki óskastaða sem við viljum lenda í,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR þegar hann var spurður að því hvort að KRingar færu að taka upp á því að byrja leiki manni færri þar sem þeir virðast spila sérstaklega vel tíu á móti ellefu.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 2 KR
Rúnar er allt annað en sáttur með þá umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið varðandi KR og dómgæslu og telur að hún hafi haft áhrif á leikinn í kvöld, bæði inn á velli og upp í stúku.
„Hann sleppir augljósri vítaspyrnu þegar Baldur er kominn langt inn í vítateig. Leikmaðurinn sem brýtur á honum, sem er búinn að brjóta 15 sinnum á Guðjóni Baldvins allann leikinn, hann fær ekki einu sinni gult spjald fyrir vikið. Ég er virkilega ósáttur með þetta og þetta kemur bara beint í framhaldi af þeirri umræðu sem Stöð 2 (sport) bauð upp á og er mjög slæm fyrir íslenskan fótbolta.“
Nánar er rætt við Rúnar í sjónvarpinu hér að ofan.























