Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
banner
   lau 20. ágúst 2011 11:30
Mist Rúnarsdóttir
Gunnar Borgþórs: Er sulturólegur
KR-Valur í úrslitum Valitor-bikarsins í dag kl.16:00
Kvenaboltinn
„Þetta leggst svakalega vel í okkur. Okkur hlakkar svakalega mikið til. Við erum búin að bíða eftir þessu núna í nokkra daga, síðan eftir síðasta deildarleik og við getum ekki beðið,“ sagði Gunnar Borgþórsson í samtali við Fótbolta.net en við náðum tali af honum á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við bikarúrslitaleikinn á fimmtudag.

„Það er svakalega góð stemning og við höfum æft vel. Við leikum okkur aðeins í dag og brjótum hlutina upp og svo höldum við áfram að undirbúa okkur á morgun.“

Gunnar segist ekki enn hafa gefið upp vonina um að landa báðum stóru titlunum og ætlar sér sigur á laugardag til að ná fyrsta bikar í hús.

„Við stefnum ennþá á að landa þeim báðum þó að það sé kannski svolítið fjarlægur draumur. Við hugsum um að vinna fyrsta titilinn. Það var alltaf fyrst í bókunum að taka þennan þar sem við getum klárað hann fyrst og við ætlum að gera það á laugardaginn.“

„Það eru allir heilir og loksins komnir til baka,“svaraði Gunnar aðspurður um stöðuna á leikmannahópi Vals og útilokar ekki að það verði einhverjar breytingar á Valsliðinu fyrir bikarúrslitaleikinn.

„Það gæti vel verið. Við erum með rétt rúmlega 20 manna hóp þar sem allir eru heilir núna í fyrsta skipti. Pála Marie er til dæmis að koma til baka. Það verður bara gaman að sjá hvernig leikmennirnir tækla það að berjast um sæti í liðinu.“

Andstæðingar Vals í dag eru KR-ingar og Gunnar segir Valsliðið verða að eiga toppleik til að ná sigri.

„Það leggst mjög vel í mig. KR er með sterkt lið. Við höfum spilað á móti þeim í deildinni og lentum í miklum vandræðum með þær í seinni hálfleik á heimavelli. Þær eru með mjög sterka sóknarmenn og svo eru þær búnar að fá nýja leikmenn inn sem breyta liðinu töluvert mikið. Við vitum að þetta verður þolinmæðisvinna og við verðum að leggja okkur allar fram og eiga okkar besta leik til þess að sigra.“

KR-liðið hefur tekið þónokkrum breytingum síðan liðin áttust við í deildinni en Gunnar hefur kynnt sér KR-liðið vel.

„Við eigum leikina alla á vídjóteipi og höfum verið að fara yfir þá. Á morgun klárum við undirbúning og sýnum stelpunum það sem við höfum verið að skoða.“

Gunnar verður með lið í bikarúrslitum í fyrsta skipti á eftir og hlakkar mikið til.

„Þetta er eitt af mínum stærstu verkefnum og ég hlakka svakalega mikið til. Ég hef aldrei tekið þátt í leik á nýja Laugardalsvellinum og ég get ekki beðið.“

„Taugarnar eru alveg í lagi. Ég er alveg sulturólegur yfir þessu eins og er.“


Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í sjónvarpinu hér að ofan.
banner