,,Þetta er æðislegt, frábært," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari vals eftir 0-2 sigur á KR í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna í dag.
Lestu um leikinn: KR 0 - 2 Valur
,,Við áttum þetta skilið, stelpurnar og félagið á þetta skilið, ekki bara stelpurnar heldur er allt félagið að vinna þetta og þær vita af því."
,,Við annað markið fórum við að anda léttar en þetta var ógeðslega skemmtilegur og opinn leikur og KR hefði vel getað skorað. Ég vil nota tækifærið og hrósa KR-ingum, þær voru flottar í dag."
Gunnar var mættur í jakkafötunum á hliðarlínuna og um það sagði hann.
,,Í partý fer maður í partýgallann, með laxinn og allt."























