Bjarnólfur Lárusson var svekktur en samt sáttur með eitt stig gegn Grindvíkingum í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 0 Víkingur R.
,,Ég hefði að sjálfsögðu viljað öll stígin en stig er stig og við höldum áfram eftir það. Það var margt mjög jákvætt í þessum leik, það var allt önnur barátta í liðinu frá því í seinasta leik og fínasta spilamennska á köflum í erfiðum aðstæðum " sagði Bjarnólfur sem klárlega leit á björtu hliðarnar hjá sínum mönnum.
Mikið rok og rigning gerði leikmönnum erfitt fyrir og var það kannski ein helsta ástæða markaleysisins.
,,Það er ekkert grín að spila við svona rok og rigningaaðstæður en eins og ég sagði þá var margt mjög jákvætt í leiknum og já ég hefði viljað sjá fleiri færi hjá okkur en stundum er það bara svoleiðis "
,,Auðvita förum við í alla leiki til þess að vinna þá en svona er bara fótboltinn þú reynir að sækja þessa sigra en það gengur ekkert alltaf en við svo sannarlega reyndum eða bæði lið reyndu að sækja þrjú stig hér í kvöld. Það er alltaf von þangað til sú von er úti að halda sætinu í deildinni " sagði Bjarnólfur að lokum.
Viðtalið má sjá í videoinu hér að ofan.