Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mán 22. ágúst 2011 21:50
Alexander Freyr Tamimi
Þorvaldur Örlygsson: Vorum með öll völd frá A til Ö
Þorvaldur með Ríkharði Daðasyni á hliðarlínunni í kvöld.
Þorvaldur með Ríkharði Daðasyni á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var vitanlega ánægður með annan sigur sinna manna í Pepsi deildinni í sumar, en Fram vann góðan 3-1 sigur gegn Val í Laugardalnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Valur

„Þetta er mjög ánægjulegur sigur. Við vorum með völd á öllum leiknum í dag frá A til Ö og það var mjög ánægjulegt. Við höfum sagt það oft áður að við höfum spilað ágætlega í sumar í mörgum leikjum en ekki fengið stigin, en í dag fengum við þau svo sannarlega og drengirnir áttu þau skilið. Þeir spiluðu vel og lögðu sig alla fram,“ sagði Þorvaldur við Fótbolta.net.

„Við höfum verið að spila fyrri hálfleik ágætan og seinni lélegan en við sáum það strax í byrjun að við vorum með völdin taktískt séð. Við náðum að halda því út leikinn utan við kannski tíu mínúturnar í seinni þar sem við fengum markið á okkur og menn fóru aðeins að panikka.“

Þorvaldur vonast enn til að Framarar geti haldið sæti sínu í Pepsi deildinni að ári. Hann segir að menn verði fyrst og fremst að hugsa um sína eigin leiki.

„Við getum voða lítið pælt í öðrum, við verðum fyrst og fremst að mæta í leikina okkar, það er nú byrjunaratriði. Ef við getum mætt getum við kannski náð í einhver stig og ef hlutirnir fara loksins að rúlla með okkur, þá er aldrei að vita.“
banner
banner