Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fös 26. ágúst 2011 20:17
Mist Rúnarsdóttir
Lára Kristín: Þurftum eitt mark til að klára leikinn
Kvenaboltinn
Lára Kristín Pedersen í leiknum í kvöld.
Lára Kristín Pedersen í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mikilvægur sigur sem var gott að landa á heimavelli“, sagði Lára Kristín Pedersen, miðjumaðurinn knái úr liði Aftureldingar eftir 1-0 sigur liðsins á Þór/KA í kvöld.

„Við þurftum eitt mark til þess að klára þennan leik og svo þurftum við bara að halda það út.“

„Við gáfumst aldrei upp. Þetta var ekki góður leikur miðað við aðra leiki hérna í sumar en við börðumst eins og ljón, eltum þær uppi og kláruðum þetta.“

„Fyrir norðan náðum við líka marki í byrjun en náðum ekki að halda því. Við héldum þetta út núna.“


Þetta var í fyrsta sinn sem Lára Kristín er í sigurliði gegn Þór/KA og henni leiddist það ekki.

„Ég held að við höfum aldrei unnið þær áður þannig að þetta er skemmtilegt.“

Lið Aftureldingar er komið í 15 stig og er að öllum líkindum sloppið við fall þó að liðin fyrir neðan eigi enn tölfræðilega möguleika á að ná þeim.

„Við erum komnar í þæginlega stöðu og ætlum að klára þessa þrjá leiki sem eftir eru,“ sagði Lára Kristín að lokum en hægt er að horfa á viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
banner