,,Við gáfum þetta frá okkur, við vorum ekki alveg mætt til leiks í fyrri hálfleik og gáfum þeim ódýrt mark þarna í upphafi. Síðan var þungt að fá þetta seinna mark. Við lögðum ýmislegt til í það og 2-0 undir var svolítið erfitt," sagði Jón Þór Brandsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-1 tap gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Grindavík
,,Við komum frískari til leiks í seinni hálfleik og hann var svona jafnari. Auðvitað fengum við á okkur tvö víti sem maður sér ekki alltaf frá réttu sjónarhorni. Allavega ekki sama og dómarinn. En það hélt okkur inni í leiknum að skora eitt mark, það var alltaf von en auðvitað súrt að tapa þessu, við komum hingað til að sækja þrjú stig."
,,Dagsformið eða andstæðingarnir eða ýmislegt getur spilað inní en það vantaði aðeins neista í kvöld. Það voru margir að gera ýmislegt og sitthvað jákvætt í þessu. Við verðum bara að halda áfram að fá jákvæða þætti og styrkja leik okkar fyrir þriðjudaginn."
Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu að ofan.























