,,Ég held að þetta sé fyrsti sigurinn í efstu deild hérna, þeir voru að segja mér það strákarnir á Fylkismenn.is. Þetta er sögulegur sigur," sagði Albert Brynjar Ingason framherji Fylkis eftir sigur á Keflavík 1-2 í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 2 Fylkir
,,Í upphafi leiks og upphafi seinni hálfleiks þá vorum við ekki alveg að spila nógu vel en rifum okkur í gang og mér fannst við eiga þónokkuð af færum."
,,Ég meina, Ómar var talinn maður leiksins af áhorfendum svo eitthvað hljótum við að hafa verið að skjóta á hann."
Nánar er rætt við Albert í sjónvarpinu að ofan.