Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 30. ágúst 2011 20:58
Alexander Freyr Tamimi
Inga Birna: Vissi ekki að það byggju svona margir í Garðabæ
Kvenaboltinn
Inga Birna Friðjónsdóttir leikmaður Stjörnunnar var að vonum kampakát eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri gegn Aftureldingu í Garðabænum í kvöld.

„Ég er að fara að taka næstu daga til að njóta þessarar tilfinningar, þetta er geðveikt. Við vildum klára þetta á heimavelli og ætluðum ekki að taka neina sénsa. Við ætlum að vinna alla leiki á heimavelli, við vorum búnar að segja það fyrir tímabilið, en við ætlum ekkert að hætta því þó að það gangi brösulega í fyrri hálfleik,“ sagði Inga Birna við Fótbolta.net.

Inga Birna viðurkennir að það hafi verið smá spenna í leikmönnum í fyrri hálfleik þegar illa gekk að nýta þau færi sem buðust, en snemma í seinni hálfleiknum komst Stjarnan yfir og róuðust leikmenn þá aðeins.

„Það var aðallega smá spenna og pirringur þegar það gekk ekki alveg allt upp í fyrri hálfleik. En við náðum að tala vel saman í seinni hálfleik og þegar fyrsta markið kemur fer spennan og leikgleðin tekur við.“

Tæplega 800 manns mættu í Garðabæinn í kvöld til að freista þess að sjá Stjörnuna tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta og segir Inga Birna að stuðningurinn hafi verið frábær.

„Þetta er bara geðveikt. Ég vissi ekki að það byggju svona margir í Garðabæ. Við tökum svo á móti titlinum 10. september þannig að það er eins gott að það verði jafn margir þá, ef ekki fleiri.“
banner
banner