,,Enginn okkar bjóst við þessu. Við mættum ekki til leiks í dag og vorum ekki til staðar, enginn okkar," sagði Hannes Jón Jónsson þjálfari Magna eftir 7-1 tap gegn KV í fyrri undanúrslitaleik liðanna í þriðju deild karla í dag.
,,Hausinn er ekki í lagi og menn eru einhversstaðar annars staðar. Ég veit ekki hvort það sé kæruleysi, ég hef enga trú á því að menn hafi komið í þennan leik og haldið að þetta yrði eitthvað auðvelt. Menn sváfu bara illa í nótt."
,,Þetta er langversti leikur okkar í sumar og við vorum ekki til staðar, enginn okkar. Það er erfitt að ætla að mæta í fótboltaleik og vera ekki til staðar."
KV hafði mikla yfirburði allt frá byrjun en liðið var 4-0 yfir þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leikhlés.
,,Þeir voru rosalega flottir í dag og það er erfitt að mæta þeim heima. Vonin er mjög lítil."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.