Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 03. september 2011 18:12
Hafliði Breiðfjörð
Fanndís: Hefði viljað setja þrennuna
Kvenaboltinn
„Við yfirspiluðum þær algjörlega. Vorum miklu betri allan tímann", sagði Fanndís Friðriksdóttir eftir 4-0 sigur Breiðabliks á Aftureldingu.

„Þetta var bara skemmtilegt. Gott veður og við vorum með yfirburði allan tímann. Ég hefði samt viljað setja þrennuna", sagði Fanndís sem skoraði tvisvar í leiknum en hún fékk tækifæri til að bæta við þriðja markinu.

„Ég fékk of mikinn tíma þarna í lokin. Þetta var of auðvelt."

Breiðablik er í 6. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og Fanndís segir Blika auðvitað vilja vera ofar.

„Við viljum náttúrulega vera þarna í efri hlutanum en svona er þetta bara. Við þurfum að byrja mótið almennilega til að eiga skilið að vera þarna uppi en við gerðum það ekki. Við spiluðum ágætlega í seinni hlutanum."

Hún segir sigurinn í dag gefa liðinu sjálfstraust fyrir framhaldið.

„Það skiptir máli að fá smá sjálfstraust fyrir komandi vetur og næsta tímabil."

Fanndís hefur leikið á miðjunni í undanförnum leikjum hjá Breiðabliki og segist kunna vel við þá stöðu.

„Það er gaman en erfitt. Maður þarf að hlaupa svo djöfull mikið. En bara mjög skemmtilegt. Mér finnst þessi staða fín, maður er miklu meira í boltanum allan tímann," sagði Fanndís að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
banner