Hannes Halldórsson, markvörður Íslands, var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld þegar Ísland lagði Kýpur 1-0. Sigurinn er sá fyrsti síðan á haustmánuðum 2008 og er því kærkominn.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Kýpur
,,Þetta var held ég eins og best verður á kosið. Það er ekkert hægt að óska sér betra kvöld að spila sinn fyrsta landsleik, halda hreinu og vinna leik þannig að ég er í skýjunum," sagði Hannes að vonum kampakátur með sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd.
Íslendingar byrjuðu leikinn mun betur og áttu nokkrar frábærar sóknir en svo dalaði leikur liðsins og Kýpverjar komust betur inn í leikinn. Hannes varði á köflum glæsilega og hélt marki Íslands hreinu.
,,Ég var náttúrulega ánægður, maður er alltaf glaður þegar maður heldur hreinu og nær að vera fyrir honum en það má ekki taka það af liðinu að við börðumst fyrir þessu."
Hannes segist vona til að fá tækifæri í fleiri landsliðsverkefnum á næstunni.
,,Það væri gaman að taka þátt í fleiri landsliðsverkefnum, ég neita því ekki og maður getur ekki gert mikið betur en að halda hreinu svo það er vonandi að maður komi til greina í næstu verkefni," sagði Hannes að lokum um framtíð sína í landsliði Íslands.
Nánar er rætt við Hannes í sjónvarpinu hér að ofan.























