Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 06. september 2011 21:38
Örvar Arnarsson
Hannes Þór Halldórsson: Ég er í skýjunum
Hannes Halldórsson var maður leiksins í sigri Íslands gegn Kýpur í kvöld.
Hannes Halldórsson var maður leiksins í sigri Íslands gegn Kýpur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Halldórsson, markvörður Íslands, var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld þegar Ísland lagði Kýpur 1-0. Sigurinn er sá fyrsti síðan á haustmánuðum 2008 og er því kærkominn.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Kýpur

,,Þetta var held ég eins og best verður á kosið. Það er ekkert hægt að óska sér betra kvöld að spila sinn fyrsta landsleik, halda hreinu og vinna leik þannig að ég er í skýjunum," sagði Hannes að vonum kampakátur með sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd.

Íslendingar byrjuðu leikinn mun betur og áttu nokkrar frábærar sóknir en svo dalaði leikur liðsins og Kýpverjar komust betur inn í leikinn. Hannes varði á köflum glæsilega og hélt marki Íslands hreinu.

,,Ég var náttúrulega ánægður, maður er alltaf glaður þegar maður heldur hreinu og nær að vera fyrir honum en það má ekki taka það af liðinu að við börðumst fyrir þessu."

Hannes segist vona til að fá tækifæri í fleiri landsliðsverkefnum á næstunni.

,,Það væri gaman að taka þátt í fleiri landsliðsverkefnum, ég neita því ekki og maður getur ekki gert mikið betur en að halda hreinu svo það er vonandi að maður komi til greina í næstu verkefni," sagði Hannes að lokum um framtíð sína í landsliði Íslands.

Nánar er rætt við Hannes í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner