Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   þri 06. september 2011 21:21
Alexander Freyr Tamimi
Kolbeinn Sigþórsson: Mikill léttir að hafa unnið í dag
Kolbeinn skoraði eina mark leiksins í dag.
Kolbeinn skoraði eina mark leiksins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark Íslands í 1-0 sigrinum gegn Kýpur í undankeppni EM 2012 í kvöld. Mark Kolbeins kom á fjórðu mínútu og dugði til að tryggja Íslandi sinn fyrsta mótssigur í hartnær þrjú ár.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Kýpur

„Við erum allir sáttir með þetta. Loksins náum við að taka okkar fyrsta sigur. Við höfum beðið eftir þessu lengi þannig að það er mikill léttir að hafa unnið í dag,“ sagði Kolbeinn við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við vildum skora snemma og koma okkur vel inn í leikinn. Mér fannst við byrja mjög vel, við vorum hættulegir og vorum að skapa mikið af færum, þannig að það var mjög jákvætt að við náðum að skora snemma og fá smá sjálfstraust. Auðvitað voru kannski ekki góðir kaflar inn á milli en heilt yfir er mikilvægt að við höfum náð fyrsta sigrinum.“

Íslenska liðið datt fulllangt til baka í seinni hálfleiknum og fengu Kýpverjarnir nokkur færi til að jafna metin en þökk sé góðri frammistöðu Hannesar Þórs Halldórssonar í markinu hélt liðið út. Kolbeinn viðurkennir að liðið hafi fallið of langt til baka.

„Það er rétt, við féllum of mikið niður og vorum að verja þetta eina mark sem við höfðum á þá. Hannes bjargaði okkur frábærlega og vörnin öll varðist vel. Okkar plan gekk upp, að halda þessu eina marki en við vildum samt skora annað markið og klára leikinn, en það gekk ekki upp.“

Viðtalið við Kolbein má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars um góða byrjun sína hjá Ajax.
banner