Mikil gleði var í búningsklefa Fram á Laugardalsvellinum eftir sigur liðsins gegn Víkingi í dag. Liðið leikur áfram í Pepsi-deild karla á komandi leiktíð. Miðjumaðurinn Halldór Hermann Jónsson og sjúkraþjálfarinn og silfurverðlaunahafinn Pétur Örn Gunnarsson fögnuðu afmælisdegi sínum um leið.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 1 Víkingur R.
Framarar slógu upp afmælisveislu í klefanum með köku og öllu tilheyrandi eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.






















