,,Við vissum að þetta yrði erfiður leikur svo við erum ánægðir með að ná í þrjú stig," sagði Jordan Henderson leikmaður U21 árs landsliðs Englands eftir 3-0 sigurinn gegn Íslendingum í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland U21 0 - 3 England U21
,,Við vissum að það yrði yrfitt að koma hingað. Ísland er með gott lið og það sýndi sig í kvöld. Ég held að við verðum að hrósa þeim líka."
,,Það eru nokkrir mjög góðir leikmenn frá Íslandi sem spila víðsvegar í heiminum. Við erum ánægðir með að ná sannfærandi sigri hér."
Henderson var tímabilið 2008/2009 á láni hjá Coventry þar sem hann lék með Aroni Einari Gunnarssyni.
,,Ég þekki Aron nokkuð vel. Hann er að góður leikmaður og er að standa sig vel. Vonandi hitti ég hann fljótlega."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.






















