Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 01. nóvember 2011 08:00
Magnús Már Einarsson
Hilmar Rafn: Þetta eru bræðrafélög
Mynd: Heimasíða Vals
,,Mér fannst vera tími kominn á að prófa eitthvað nýtt. Valur er flottur klúbbur og þetta er virkilega spennandi," sagði Hilmar Rafn Emilsson við Fótbolta.net í gær eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samning við Val.

Þessi 25 ára gamli framherji kemur til Vals eftir að hafa leikið með Haukum allan sinn feril.

,,Það eru spennandi tímar framundan hjá Haukum líka en mér fannst vera kominn tími á að breyta til, fara upp í úrvalsdeildina og sýna mig þar."

Hilmar Rafn vonast eftir að festa sig í sessi hjá Val og ná að hjálpa liðinu að skora mörk.

,,Maður reynir að gera sitt besta og vonandi verður maður byrjunarmaður þarna og nær að skora nokkur mörk."

Búningar Hauka og Vals eru afar líkir en bæði félög leika í búningum frá Hummel.

,,Það er annað merki, það er eini munurinn. Þetta eru bræðrafélög og rauði liturinn er mér vel. Hummel er best," sagði Hilmar léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner