Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, var ánægður með að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gær. KR vann 1-0 sigur á Fylki í undanúrslitum.
Hann segir að KR stefni á alla mögulega titla.
Hann segir að KR stefni á alla mögulega titla.
„Við verðum að gera það. Fyrst og fremst sem þetta gerir er að fá alvöru leiki á lengra tímabili, í stað þess að vera að spila æfingaleiki fáum við keppnisleiki við bestu mögulegu aðstæður að vetri til," segir Bjarni.
„Þetta fer ágætlega af stað. Við erum að vinna í sömu hlutum og þegar Rúni (Rúnar Kristinsson) byrjaði. Nú eru að koma inn nýir leikmenn og ungir leikmenn sem eru hægt og rólega að læra inn á þetta og það gengur bara vel."
Fyrr í vikunni var staðfest að Brynjar Björn Gunnarsson væri á heimleið og hefði náð munnlegu samkomulagi við KR.
„Það er frábært. Hann er algjör toppnáungi og það er frábært að fá hann inn í klefann og inn í hópinn. Það er fínt fyrir mig líka því þá verð ég ekki lengur elstur í liðinu."
Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























