,,Ég held að allra fyrstu viðbrögðin að manni leið hálf illa bara, þetta er hálf vandræðalegt," sagði Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur eftir 4-0 tap gegn Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 4 Keflavík
Keflavík fór illa með Grindvíkinga í Suðurnesjaslagnum á Grindavíkurvelli í kvöld, en liðið hafði betur með fjórum mörkum gegn engu. Frans Elvarsson skoraði tvívegis og þá skoraði Arnór Ingvi Traustason og Einar Orri Einarsson sitthvort markið.
,,Sama hverjum það er á móti, ef að menn spila eins og þeir gerðu í dag þá líður manni illa bara. Keflavík eða ekki, ef menn fara út og spila svona heima fyrir framan áhorfendur. Ég trúi ekki að hver einasti maður eigi eftir að sofa í nótt."
,,Það skiptir í raun ekki máli hvaða skipulag þú spilar ef menn skilja ekki vinnufræðileið innan liðs. Það var bara eins og menn kæmu inn og þú færð hálft framlag frá öllum þá steinligguru fyrir hverjum sem er, en ég vona að menn hristi þetta af sér og komi til leiks með hugarfar eins og við gerðum í seinasta leik."
,,Ef menn geta staðið upp í hárinu á FH þá geta menn staðið í hárunum á öllum liðum í deildinni. Þetta er spurning um hugarfar og vilja, en í dag var hann engan veginn til staðar og voru Keflvíkingar framar okkur í öllu í dag," sagði Ólafur Örn.
Hægt að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























