Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 10. maí 2012 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Örn: Þetta er hálf vandræðalegt
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Ég held að allra fyrstu viðbrögðin að manni leið hálf illa bara, þetta er hálf vandræðalegt," sagði Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur eftir 4-0 tap gegn Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  4 Keflavík

Keflavík fór illa með Grindvíkinga í Suðurnesjaslagnum á Grindavíkurvelli í kvöld, en liðið hafði betur með fjórum mörkum gegn engu. Frans Elvarsson skoraði tvívegis og þá skoraði Arnór Ingvi Traustason og Einar Orri Einarsson sitthvort markið.

,,Sama hverjum það er á móti, ef að menn spila eins og þeir gerðu í dag þá líður manni illa bara. Keflavík eða ekki, ef menn fara út og spila svona heima fyrir framan áhorfendur. Ég trúi ekki að hver einasti maður eigi eftir að sofa í nótt."

,,Það skiptir í raun ekki máli hvaða skipulag þú spilar ef menn skilja ekki vinnufræðileið innan liðs. Það var bara eins og menn kæmu inn og þú færð hálft framlag frá öllum þá steinligguru fyrir hverjum sem er, en ég vona að menn hristi þetta af sér og komi til leiks með hugarfar eins og við gerðum í seinasta leik."

,,Ef menn geta staðið upp í hárinu á FH þá geta menn staðið í hárunum á öllum liðum í deildinni. Þetta er spurning um hugarfar og vilja, en í dag var hann engan veginn til staðar og voru Keflvíkingar framar okkur í öllu í dag,"
sagði Ólafur Örn.

Hægt að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner