„Það var grátlegt og óþolandi að fá ekki stig. Ég hreinlega verð að sjá þessi víti aftur. Það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki ef þú færð á þig þrjú víti," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir 3-2 tap liðsins á KR-vellinum í kvöld. Öll mörk KR komu úr vítaspyrnum.
Lestu um leikinn: KR 3 - 2 ÍBV
ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma en Matt Garner klikkaði á punktinum, virkaði hann stressaður þegar hann stillti boltanum upp.
„Ef menn eru ekki stressaðir á 93. mínútu í stöðunni 3-2 á KR-vellinum þá verða menn ekki stressaðir þegar þeir taka víti."
„Ég er svolítið svekktur yfir því að horfa upp á það að Rúnar (Kristinsson, þjálfari KR) fór að væla yfir því á Skaganum að fá ekki vítaspyrnur og fær svo þrjár í næsta leik. Það fór svona nett í taugarnar á mér."
„Mér fannst við betri aðilinn í leiknum þó við höfum legið til baka í fyrri hálfleik."
Sjá má viðtalið við hann í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir





















