Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 04. apríl 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Þráinn í Skálmöld spáir í leiki helgarinnar
Þráinn og Gunnlaugur Jónsson þjálfari hittust á Íslensku Tónlistarverðlaununum á dögunum.  Hér eru þeir félagar búnir að fara rækilega ofan í saumana á vandræðum Skagamanna sl. ár og leysa málin.
Þráinn og Gunnlaugur Jónsson þjálfari hittust á Íslensku Tónlistarverðlaununum á dögunum. Hér eru þeir félagar búnir að fara rækilega ofan í saumana á vandræðum Skagamanna sl. ár og leysa málin.
Mynd: Hulda G. Geirsdóttir
Lallana og félagar munu ná í stig á Etihad samkvæmt spánni.
Lallana og félagar munu ná í stig á Etihad samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Manchester United vinnur 7-0 samkvæmt spá Þráins.
Manchester United vinnur 7-0 samkvæmt spá Þráins.
Mynd: Getty Images
West Ham mun vinna Liverpool samkvæmt spánni.
West Ham mun vinna Liverpool samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk fjóra rétta þegar hún spáði í leiki helgarinnar á Englnadi í síðustu viku.

Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld, sér um að tippa á leikina að þessu sinni.

Þungarokkararnir í Skálmöld ætla í kvöld að henda leikmyndunum út af Stóra sviði Borgarleikhússins, rífa gat á búninginn hjá leikurunum og hækka í Marshall¬mögnurunum eins og lesa má nánar um hér. Þráinn henti í spá fyrir helgina og hana má sjá hér að neðan.

,,Ég hef verið grjótaharður stuðningsmaður Manchester United síðan ég man eftir mér. Bryan Robson er legend og eina manninn sem kalla má kóng í lífinu er Cantona," sagði Þráinn við Fótbolta.net.


Manchester City 2 - 2 Southampton (11:45 á morgun)
Southampton-menn voru spútnik lið í upphafi tímabils og komu á óvart. Þeir munu stríða City í þessum leik. Spennan á lokametrunum í deildinni verður óbærileg.

Aston Villa 3 - 2 Fulham (14:00 á morgun)
Aston Villa vinnur þennan leik, óþarfi að fjölyrða um það.

Cardiff 2 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Solskjaer er meistarasnillingur og leikmenn liðsins eru að smitast af snilldinni, öruggur sigur hjá Cardiff.

Hull 1 - 4 Swansea (14:00 á morgun)
Þetta verður útisigur hjá Swansea, auðvelt meira að segja, Hull sprungnir á limminu. Adios.

Newcastle 0 - 7 Manchester United (14:00 á morgun)
Þetta verður enginn 4 - 3 leikur eins og á Old Trafford í fyrra. Man. Utd. slátrar Newcastle á útivelli enda er planið er að enda tímabilið með stæl. Þetta verður lítið mál.

Norwich 2 - 3 WBA (14:00 á morgun)
Mér þykir vænt um Norwich-borg en man enn eftir hrútleiðinlegu Norwich liði með Chris Sutton í framlínunni upp úr 1990. Eiður vinur minn (bassaleikari Todmobile og MEIK) er W.B.A. maður og þess vegna segi ég að hans menn vinni. Skemmtanagildi leiksins í lágmarki.

Chelsea 4 - 0 Stoke (16:30 á morgun)
Launþegar rússneska olíurisans misstíga sig ekki í þessum leik. Hreint og klárt rúst og menn verða hundfúlir yfir of fáum mörkum skoruðum gegn arfaslöku Stoke liði.

Everton 3 - 1 Arsenal (12:30 á sunnudag)
Þetta gæti orðið hörkuleikur. Everton vinnur þó ég voni að Arsenal taki þetta. Everton liðið er í stuði þessa dagana og gefa því miður ekkert eftir á lokasprettinum. Moyes er greinilega búin að byggja upp frábært Everton-lið! ... hóst!

West Ham 3 - 0 Liverpool (15:00 á sunnudag)
Ég get ekki með nokkru móti spáð Livpú sigri. Það var nógu erfitt að alast upp ,,in the 80´s" og mitt lið alltaf í öðru til fimmta sæti í deildinni. Frændur mínir sem flestir voru og eru villutrúarmenn lögðu heilmikið á sig til að núa mér því um nasir að þeirra lið væri best og ynni alltaf. Síðustu tuttugu ár hafa verið mínum mönnum gæfurík og ég hef borgað óspart til baka, helstu sigrar tíundaðir í jólakortum og við öll helstu tækifæri. Í vetur hef ég þurft að takast á við óþægilega mikið mótlæti en þetta er leikurinn þar sem Liverpool brotnar undan álaginu og ég get sent nokkur skemmtileg sms. West Ham liðið með Steve Harris í stúkunni vinnur þennan leik án teljandi vandræða!

Tottenham 6 - 0 Sunderland (19:00 á mánudag)
Tottenham-menn eru brjálaðir eftir að hafa klikkað á að spila fótbolta á móti Liverpool sl. sunnudag, Sunderland-liðið fer grátandi í sturtu eftir leik. Auðvelt fyrir Tottenham.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Egill Helgason - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner