Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 22. ágúst 2018 12:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Pizzusagan ekki nálægt því að vera sönn
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Tokic í leik með Selfyssingum í sumar.
Tokic í leik með Selfyssingum í sumar.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu mínu og þjálfara þar sem þetta var einn mikilvægasti leikurinn okkar á tímabilinu og við unnum því að við sýndum frábæra liðsheild og liðsanda. Ef við höldum svona áfram er ég viss um að þetta verði ekki okkar síðasti sigur," segir Hrvoje Tokic, leikmaður 17. umferðar í Inkasso-deild karla.

Tokic fór gjörsamlega á kostum og skoraði þrennu í 5-0 sigri Selfyssinga á Haukum á laugardaginn. Um var að ræða fyrsta sigur Selfsyssinga í fimm leikjum og um leið komst liðið af fallsvæðinu.

Nýr þjálfari breytti leikstílnum
Þjálfaraskipti urðu hjá Selfyssingum í lok júlí þegar Dean Martin tók við af Gunnari Borgþórssyni.

„Fyrst og fremst vil ég segja að ég ber mikla virðingu fyrir fyrrum þjálfara mínum, frábær þjálfari og góð manneskja. Nýi þjálfarinn breytti okkar leikstíl og liðið tók vel í það. Þótt hann hafi aðeins verið með okkur í mánuð þá finnst mer persónulega hann vera mjög góður þjálfari og góður náungi og ég er viss um að liðsfélagar mínir séu sammála mér í því. Með þessum þjálfara og þessu liði þá er ég viss um að við getum gert góða hluti í framtíðinni."

Þurfti tilbreytingu
Tokic yfirgaf Breaiðblik í júní og samdi við Selfoss. Tokic hafði verið hjá Blikum síðan haustið 2016.

„Ég þurfti tilbreytingu hvað varðar fótboltann að gera. Formaður knattspyrnudeildar Selfoss var mjög fagmannlegur frá fyrsta degi og hefur sýnt mér mikla virðingu. Þessir þættir skipta mig miklu máli og urðu til þess að ég ákvað ánægður að skipta um lið."

Tokic kom fyrst til Íslands árið 2015 þegar hann hjálpaði Víkingi Ólafsvík upp í Pepsi-deildina. Í viðtali árið 2016 sagði Björn Pálsson þáverandi liðsfélagi Tokic, að framherjinn hafi borðað pizzu 21 dag í röð þegar hann mætti til Ólafsvíkur. Tokic vill leiðrétta þann misskilning.

„Loksins eftir þrjú ár vildi ég koma þessu á hreint. Auðvitað er það ekki satt, ekki einu sinni nálægt því að vera satt. Ég talaði við Björn um þetta face to face daginn eftir vegna þess að mér líkar mjög vel við hann og ég trúði ekki að hann myndi segja eitthvað svona en þá útskýrði hann fyrir mér að þetta væri misskilningur og að hann hafi aðeins sagt þetta til þess að vera fyndinn."

„Ég skil ekki hvernig einhver myndi trúa að einhver gæti borðað pizzu í tuttugu og einn dag samfellt og skorað 12 mörk í 6 leikjum. Mission impossible. Takk fyrir að gefa mér tækifæri til að koma þessu á hreint."


Vill sjá liðið í sama standi og gegn Haukum
Næsti leikur Selfyssinga er gegn Þrótti R. á útivelli á laugardaginn. „Ég vil sjá mig og liðsfélaga mína vera i sama andlega og líkamlegu standi eins og í síðasta leik gegn Haukum. Ég er viss um að það takist vegna þess að það er svo góður andi í liðinu og það er það eina sem við þurfum til að geta sigrað Þrótt eða hvaða lið sem er í Inkasso," sagði Tokic að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
16. umferð - Nacho Gil (Þór)
15. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
14. umferð - Emil Atlason (Þróttur R.)
13. umferð - Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Athugasemdir
banner
banner