Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 28. ágúst 2018 10:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Maður fer eftir tilfinningunni
Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Arnar ver síðari vítaspyrnuna í toppslagnum.
Arnar ver síðari vítaspyrnuna í toppslagnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hefði alveg tekið stigið fyrir leikinn en við fórum samt í leikinn til þess að vinna hann. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og vítin þá stig úr þessum leik mjög kærkomið," segir Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, um markalausa jafnteflið gegn ÍA í toppslag Inkasso-deildarinnar í síðustu umferð.

Arnar Freyr gerði sér lítið fyrir með því að verja tvær vítaspyrnur í leiknum. Arnar varði frá Jeppe Hansen og Vincent Weijl. Var hann búinn að kynna sér vítaskyttur ÍA?

„Nei, ég get ekki sagt það að ég hafi verið búinn að skoða vítin hjá þeim en ég hef ágæta tilfinningu fyrir þessu," sagði Arnar um vörslurnar. Hvað fór í gegnum huga hans fyrir síðara vítið?

„Maður hefur svo sem ekki mikinn tíma að hugsa neitt þegar kemur að þessu. Maður reynir að lesa eitthvað í þetta þegar menn hlaupa að boltanum og ef maður fær einhverja tilfinningu þá fer maður bara eftir henni."

HK hefur einungis fengið tíu mörk á sig á þessu tímabili í átján leikjum. Arnar segir nokkra þætti liggja þar að baki.

„Fyrst og fremst reynsla í vörninni. Við duttum í gírinn í fyrra og kunnum betur á hvorn annan þetta tímabilið. Við náttúrulega missum við Ingiberg (Ólaf Jónsson) út í meiðsli og sem betur fer fengum við alvöru leikmann inn þegar Höddi (Hörður Árnason) kom. Verð að gefa Óla Eyjólfs huge shout out líka."

HK er í 2. sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir, fjórum stigum á undan Þrótti R. Pepsi-deildarsætið er því innan seilingar.

„Ég met það svo að við erum í frábærri stöðu, það er að segja að þetta er algjörlega í okkar höndum og við þurfum ekki eins og staðan er í dag að treysta á önnur lið. En eins og sést hefur á tímabilinu eru allir leikir erfiðir og förum við inn í hvern leik til að vinna," sagði Arnar að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
17. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
16. umferð - Nacho Gil (Þór)
15. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
14. umferð - Emil Atlason (Þróttur R.)
13. umferð - Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner