Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. september 2019 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Hjörtur: Vona að ég fái einn daginn að spila miðvörð
Icelandair
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skil mjög sáttur við þann leik," sagði Hjörtur Hermannsson, varnarmaður landsliðsins, þegar hann ræddi við fréttamenn Fótbolta.net fyrir utan hótel liðsins í Tirana, höfuðborg Albaníu.

Hjörtur var að tala um leikinn gegn Moldóvu á laugardag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Íslands.

„Liðsframmistaðan var mjög góð og persónulega fannst mér ég koma mjög vel frá því verkefni. Ég er sáttur með þetta."

Hjörtur, sem er 24 ára, spilaði sem hægri bakvörður í leiknum - líkt og hann hefur gert í síðustu landsleikjum.

„Það gefur augaleið að Ari Freyr (Skúlason) er sterkari sóknarlega, en mér fannst ég skila mínu mjög vel sóknarlega. Ég átti þátt í fyrsta markinu og á tvær fyrirgjafir á Jón Daða og Gylfa snemma í leiknum sem ég hefði viljað sjá sigla í netið. Þá væri enginn að tala um að ég væri varnarmaður en ekki sóknarbakvörður."

„Maður tekur öllum landsleikjum fagnandi. Mér finnst ég ekki hafa eignað mér þessa stöðu, en mér finnst ég hafa skilað henni mjög vel í þessum leikjum sem ég er búinn að fá upp á síðkastið. Ég stefni á að halda áfram að gera það."

Hjörtur er að upplagi miðvörður og spilar þá stöðu með félagsliði sínu, Bröndby í Danmörku.

„Ég vona einn daginn að ég fái að spila miðvörð með landsliðinu, en það gæti verið einhver bið á því á meðan þessir strákar eru að standa sig svona vel."

Verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið
Á morgun er andstæðingurinn Albaníu. Það er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM og þurfum við á stigunum þremur að halda.

„Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta. Það er fínt að vera búnir að mæta þeim á heimavelli, en þetta verður annar leikur. Ég er spenntur fyrir því sem koma skal."

„Við erum í þannig stöðu að við verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið og við erum komnir hingað til að gera það," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner