Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 28. september 2019 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Engin manneskja á skilið að ganga í gegnum þetta"
Gary í leik með ÍBV.
Gary í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Val.
Í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, framherji ÍBV, var einn af gestunum í Innkasti kvöldsins. Innkastið var tekið upp eftir lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Gary varð markahæstur í Pepsi Max-deild karla eftir spennandi baráttu um markakóngstitilinn í dag.

Gary skoraði tvívegis gegn Stjörnunni í síðari hálfleik og náði þar með að vera marki á undan Steven Lennon, Thomas Mikkelsen og Hilmari Árna Halldórssyni, Elfari Árna Aðalsteinssyni sem enduðu allir með þrettán mörk eftir markaskorun dagsins.

Gary skoraði tvö mörk í þremur leikjum með Val snemma sumars en hann hefur skorað þrettán mörk í tólf leikjum með ÍBV síðan hann kom til félagsins í júlí.

Hann ræddi um viðskilnað sinn við Val í Innkastinu. Hann gerði starfslokasamning við Val þann 24. maí, eftir að hafa aðeins leikið þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni með liðinu.

„Fólk heldur að ég taki hluti ekki alvarlega. Þegar þjálfari segir við þig að þú hentir ekki leikkerfinu og að hann ætli að fá inn annan sóknarmann, þá er það allt í góðu. Ég get höndlað það," sagði Gary.

„Hann sagði að hann væri að fá inn annan sóknarmann og daginn eftir fer hann í fjölmiðla og segir að hann hafi sagt við mig að ég megi fara frá félaginu. Það var mikið um lygar í fjölmiðlum, Gary hefur gert þetta og Gary hefur gert þetta."

„Ég er í útlendingur í þessu landi. Ég er einn í íbúð og er að lesa allt þetta. Það er ekki gaman, engin manneskja á skilið að ganga í gegnum það sem ég þurfti að ganga í gegnum."

Fékk ekki að æfa með liðinu
Gary var settur í frystikistuna hjá Val og fékk hann ekki einu sinni að æfa með liðinu.

„Það var komið í veg fyrir það að ég myndi æfa með liðinu, það var komið fram við mig eins og ég hefði gert eitthvað verulega slæmt af mér, þegar ég hafði ekki gert það."

„Hann (Óli Jó) tók ákvörðun um að ég passaði ekki inn í leikstílinn, það er allt í lagi. Samþykktu þá mína skoðun að það mun ekki hjálpa mér að spila með þrjá varnarsinnaða miðjumenn, það mun ekki hjálpa mér. Ég er ekki leikmaður sem vill alltaf fá boltann í fætur, þú vissir það þegar þú fékkst mig í félagið. Ekki láta mig líta út fyrir að vera slæmi gæinn. Þannig leið mér."

„Ég finn til með Hannesi, Birki Má og Bjarna því nafn þeirra dróst inn í umræðuna. Þetta var bull og mér leið illa vegna þess. Það var einn maður sem tók ákvörðunina og hann þarf að lifa með henni. Núna þarf hann að éta skítugan sokk."

Sjá einnig:
Hannes segir sig, Bjarna og Birki ekki tengjast málinu neitt

Mér var ýtt undir rútuna
Það gekk ekki vel hjá Val í upphafi tímabils og Gary líður eins og sér hafi verið ýtt undir rútuna ef svo má að orði komast.

„Mér var hent undir rútuna, algjörlega," segir Gary.

„Ég er grínari og karakter. Kannski fannst þeim ég of hávær í klefanum, en þá hefðu þeir tekið í mig og sagt mér að róa mig. Það var ekkert þannig. Þeir hentu mér undir rútuna vegna þess að það gekk ekki vel."

„Ég var að skora, en við vorum ekki að verjast vel. Hvernig er það mér að kenna? Ég get ekki bæði spilað sókn og vörn. Hann kenndi mér um og ég er ekki ánægður með það. En á enda dagsins gekk allt vel, ég fór í ÍBV og vann gullskóinn."

„Það eru engin vandamál við neinn hjá Val fyrir utan Óla Jó. Ég virði hann, en ég vil ekki spila aftur fyrir hann. Ég bætti mig ekki sem leikmaður undir hans stjórn hjá Val. Valur er frábært fótboltafélag," sagði Gary Martin, markakóngur Pepsi Max-deildarinnar 2019.

Gary ræðir nánar um Valstímann í Innkastinu sem má hlusta á hér að neðan.
Innkastið - Gestagangur í hátíðarútgáfu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner