,,Þetta var ekki nógu gott í dag, við gáfum þeim aulaleg mörk og það kostaði okkur bara í dag," sagði Ágúst Þór Ágústsson þjálfari Augnabliks eftir 6-4 tap gegn Ými í 3. deildarleik í Fagralundi í dag.
,,Af þessum mörkum eru fjögur einstaklingsmistök sem er hægt að koma í veg fyrir. Á móti þessu Ýmisliði er það of mikið."
,,Þetta er derbyslagur og ég vissi að við myndum fá helling af færum. Ég hef séð Ýmisliðið spila í vetur og þetta eru mjög álíka góð lið. En klaufamistök kostuðu okkur í dag og það var bara dýrkeypt."
























