Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 08:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Glódís tjáir sig um meiðslin: Verður sárt að horfa á leikina í sjónvarpinu
Icelandair
Glódís Perla verður ekki með í komandi landsleikjum Íslands í Þjóðadeildinni en telur að EM sé ekki í hættu.
Glódís Perla verður ekki með í komandi landsleikjum Íslands í Þjóðadeildinni en telur að EM sé ekki í hættu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís er íþróttamaður ársins.
Glódís er íþróttamaður ársins.
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
„Ég hef í raun ekki æft fótbolta síðasta mánuðinn. Ég finn verk við öll högg fyrir hnéið. Verk í hverju skrefi þegar ég er að hlaupa," segir Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði í viðtali við Vísi.

Þar tjáir hún sig um meiðslin sem halda henni frá komandi landsleikjum, gegn Noregi á föstudag og Sviss næsta þriðjudag. Hún segir þó að EM í sumar ætti ekki að vera í hættu.

„Ég er með beinmar í hnénu en samt á lærisbeininu. Ég er búin að finna fyrir þessu í svolítinn tíma en svo versnaði þetta rosalega í síðustu landsliðsferð. Þegar ég kom heim úr þeirri ferð gerðist svo eitthvað á æfingu þannig að mér varð svo illt að ég gat ekki haldið áfram að æfa."

Alveg nýtt fyrir mér
Stórt beinmar í hnénu kom í ljós við skoðun, eitthvað sem hafði ágerst í einhvern tíma. Hún hefur takmarkað leikið með Bayern München síðustu vikur en þetta eru í fyrsta sinn á ferlinum sem hún glímir við þetta flókin meiðsli.

„Þetta er alveg nýtt fyrir mér – að geta ekki verið inni á vellinum og gert það sem ég er vön að gera. Hjálpað liðinu. En ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm. Að ég muni vaxa út frá þessu og öðlast betri skilning á þessari hlið á íþróttum líka. En það var ótrúlega erfitt og sárt að sitja og horfa á leikina, sérstaklega í Meistaradeildinni. Það verður líka mjög sárt að horfa á landsleikina í sjónvarpinu," segir Glódís við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner