Hjörtur Logi Valgarðsson varnarmaður FH er fullur tilhlökkunar fyrir leiknum gegn Hapoel Haifa í forkeppni Evrópukeppninar sem fram fer í Kaplakrika annað kvöld.
Þetta er seinni leikur viðureignarinnar en fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli 1-1.
Þetta er seinni leikur viðureignarinnar en fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli 1-1.
„Ég tel líkurnar vera nokkuð góðar á að við getum farið áfram. Leikurinn á morgun verður 50/50. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir eru með mjög gott lið og marga góða leikmenn en ég tel að við eigum mjög góða möguleika á að fara áfram."
„Við náðum að halda aftan af þeim lengst af og þeir sköpuðu ekki mörg færi. Þetta mun snúast um að við höldum fókus og reyna standa þeirra áhlaup. Við vitum hvað þeir eru að reyna gera og við æltum að reyna loka á það betur núna. Við þurfum að verjast vel á morgun en jafnframt nýta okkar möguleika fram á við."
Mikill hiti var í Ísrael á meðan fyrri leikurinn fór fram. Hjörtur myndi þiggja alvöru íslenskt veður annað kvöld þegar leikurinn fer fram.
„Það mætti alveg vera skítaveður og skítakuldi á morgun það væri fínt. Þeir eru ekkert vanir því. Það var auðvitað ótrúlega heitt í Ísrael og það var því ekkert sérstakt, en það væri fínt að það væri skítaveður en það skiptir þó ekki öllu máli."
Hjörtur segir það yrði vonbrigði ef FH-liðið færi ekki áfram úr einvíginu.
„Við erum í það góðri stöðu núna að við ættum að eiga hrikalega góða möguleika á að fara áfram. Að mínu mati eru það vonbrigði að fara ekki áfram úr þessu," sagði Hjörtur Logi að lokum.
Viðtalið í heild sinni smá sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























