Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
   þri 02. ágúst 2022 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar fékk rautt: Menn orðnir heitir og hlutirnir ekki að ganga
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þú getur rétt ímyndað þér, tilfinningin er ekkert frábær," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 1-0 tap liðsins gegn KR á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 KR

KA menn voru mun meira með boltann og sköpuðu sér helling af tækifærum í fyrri hálfleik en KR-ingar náðu að loka vel á þá í þeim síðari.

„Mér fannst við skapa okkur helling, við áttum 2-3 stangarskot, komumst trekk í trekk inn í teig og náum skoti. Við sköpuðum nóg til að skora 3-4 mörk en inn vildi boltinn ekki,"

KA vildi fá víti undir lok leiksins.

„Ég er ekki búinn að sjá það en mér skilst að einhver KRingur hafi sagt eftir leik að það hafi verið hægt að flauta á þetta í restina. Nökkvi talaði um að það hafi verið keyrt i hann og hann var lemstraður eftir það. Það er eins og það er, stundum falla hlutir með þér í dag féllu þeir með KR, það er partur af þessu, þetta er pirrandi, mér fannst við eiga meira skilið í dag."

Arnar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir mótmæli, hann vildi fá víti.

„Menn orðnir heitir og hlutirnir ekki að ganga. Getur vel verið að ég hafi stigið inná. Mér fannst þetta ansi harður dómur," sagði Arnar en hann vildi meina að Rúnar og þjálfarateymi KR hafi líka látið vel í sér heyra.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner