Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 02. ágúst 2022 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar fékk rautt: Menn orðnir heitir og hlutirnir ekki að ganga
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þú getur rétt ímyndað þér, tilfinningin er ekkert frábær," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 1-0 tap liðsins gegn KR á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 KR

KA menn voru mun meira með boltann og sköpuðu sér helling af tækifærum í fyrri hálfleik en KR-ingar náðu að loka vel á þá í þeim síðari.

„Mér fannst við skapa okkur helling, við áttum 2-3 stangarskot, komumst trekk í trekk inn í teig og náum skoti. Við sköpuðum nóg til að skora 3-4 mörk en inn vildi boltinn ekki,"

KA vildi fá víti undir lok leiksins.

„Ég er ekki búinn að sjá það en mér skilst að einhver KRingur hafi sagt eftir leik að það hafi verið hægt að flauta á þetta í restina. Nökkvi talaði um að það hafi verið keyrt i hann og hann var lemstraður eftir það. Það er eins og það er, stundum falla hlutir með þér í dag féllu þeir með KR, það er partur af þessu, þetta er pirrandi, mér fannst við eiga meira skilið í dag."

Arnar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir mótmæli, hann vildi fá víti.

„Menn orðnir heitir og hlutirnir ekki að ganga. Getur vel verið að ég hafi stigið inná. Mér fannst þetta ansi harður dómur," sagði Arnar en hann vildi meina að Rúnar og þjálfarateymi KR hafi líka látið vel í sér heyra.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner