Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 02. ágúst 2022 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar fékk rautt: Menn orðnir heitir og hlutirnir ekki að ganga
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þú getur rétt ímyndað þér, tilfinningin er ekkert frábær," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 1-0 tap liðsins gegn KR á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 KR

KA menn voru mun meira með boltann og sköpuðu sér helling af tækifærum í fyrri hálfleik en KR-ingar náðu að loka vel á þá í þeim síðari.

„Mér fannst við skapa okkur helling, við áttum 2-3 stangarskot, komumst trekk í trekk inn í teig og náum skoti. Við sköpuðum nóg til að skora 3-4 mörk en inn vildi boltinn ekki,"

KA vildi fá víti undir lok leiksins.

„Ég er ekki búinn að sjá það en mér skilst að einhver KRingur hafi sagt eftir leik að það hafi verið hægt að flauta á þetta í restina. Nökkvi talaði um að það hafi verið keyrt i hann og hann var lemstraður eftir það. Það er eins og það er, stundum falla hlutir með þér í dag féllu þeir með KR, það er partur af þessu, þetta er pirrandi, mér fannst við eiga meira skilið í dag."

Arnar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir mótmæli, hann vildi fá víti.

„Menn orðnir heitir og hlutirnir ekki að ganga. Getur vel verið að ég hafi stigið inná. Mér fannst þetta ansi harður dómur," sagði Arnar en hann vildi meina að Rúnar og þjálfarateymi KR hafi líka látið vel í sér heyra.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner