Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 03. júlí 2024 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningarnar eru súrar. Það er svekkelsi að vera í jöfnum leik og missa hann í restina," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir dramatískt tap gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld.

Það var ekki mikill munur á liðunum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þróttur R.

„Ég held að við séum á sama máli. Það var mjög þétt barist. Við spiluðum við þær fyrir þremur dögum síðan og það var líka mjög jafn leikur þó lokatölurnar hafi gefið annað til kynna. Þegar spilað er með svona stuttu millibili þá vita menn ansi mikið um andstæðinginn. Þetta var stál í stál."

Þróttur vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Þaðan sem ég stóð fannst mér boltinn fara í höndina á Valsmanninum. Þegar ég - á tiltölulega prúðan hátt - spurði fjórða dómarann út í hvað veldur því að dómarinn dæmir ekki þá tjáði hann mér það að færið hefði verið fullstutt. Það staðfesti fyrir mér að fleiri en ég sáu að hann fór í höndina. Þetta er fúlt í svona jöfnum leik, en það getur vel verið að þetta hafi verið hárrétt hjá dómaranum."

„Mér fannst við eiga meira skilið en að fara héðan með núll stig. Þetta var leikur sem var að stefna í jafntefli og ég hefði sætt mig við það. Þess vegna er drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Óli ræðir um eitt og annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner