Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mið 03. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þurfum að fara snúa jafnteflum í sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta byrjaði virkilega vel hjá okkur, við ætluðum að mæta og setja mark okkar á leikinn snemma sem við gerðum það frábærlega en eftir það kóðnuðum við smá niður og Framararnir gengu á lagið, settu á okkur tvö mörk sem setti okkur í óþæginlega stöðu. Á svona 75. mínútu áttuðum við okkur smá á því eins og oft áður í sumar við værum að tapa leiknum og þurftum að gera einhverjar ráðstafanir og gerðum það en sem betur fer náðum við að jafna leikinn og hefðum mögulega getað unnið hann" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Framarar herjuðu ekkert svakalega að marki Stjörnunnar fyrir utan þessi tvö geggjuðu mörk hjá Tiago.

"Já í rauninni en Framararnir eru bara góðir úti á velli að spila boltanum og fóru oft auðveldlega í kringum okkur með góðu þríhyrningaspili og það er bara smá "identity-ið" hjá Fram sem við virðum og við vorum oft bara hlaupandi á löngum köflum í leiknum en það var gott að koma til baka, erum komnir með 7 jafntefli í sumar og við þurfum að fara snúa þessu í sigra"

Eitt tap, einn sigur og fimm jafntefli síðan júní mánuður hófst hjá Stjörnunni, þeir eru ekki að tapa mikið en sömuleiðis ekki vinna mikið heldur.

"Nei nei, við erum bæði búnir að vera fá á okkur mörk í lokin en líka sjálfir skora mörk í lokin til þess að leikurinn endi með jafntefli. Við þurfum að rýna betur í hlutina og fara snúa þessu í sigra"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar er Gústi til að mynda spurður út í innkomu Sindra Ingimarssonar sem gekk til liðs við Stjörnuna úr 3.deildinni en hann hefur verið í stóru hlutverki í sumar.
Athugasemdir
banner