Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 03. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þurfum að fara snúa jafnteflum í sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta byrjaði virkilega vel hjá okkur, við ætluðum að mæta og setja mark okkar á leikinn snemma sem við gerðum það frábærlega en eftir það kóðnuðum við smá niður og Framararnir gengu á lagið, settu á okkur tvö mörk sem setti okkur í óþæginlega stöðu. Á svona 75. mínútu áttuðum við okkur smá á því eins og oft áður í sumar við værum að tapa leiknum og þurftum að gera einhverjar ráðstafanir og gerðum það en sem betur fer náðum við að jafna leikinn og hefðum mögulega getað unnið hann" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Framarar herjuðu ekkert svakalega að marki Stjörnunnar fyrir utan þessi tvö geggjuðu mörk hjá Tiago.

"Já í rauninni en Framararnir eru bara góðir úti á velli að spila boltanum og fóru oft auðveldlega í kringum okkur með góðu þríhyrningaspili og það er bara smá "identity-ið" hjá Fram sem við virðum og við vorum oft bara hlaupandi á löngum köflum í leiknum en það var gott að koma til baka, erum komnir með 7 jafntefli í sumar og við þurfum að fara snúa þessu í sigra"

Eitt tap, einn sigur og fimm jafntefli síðan júní mánuður hófst hjá Stjörnunni, þeir eru ekki að tapa mikið en sömuleiðis ekki vinna mikið heldur.

"Nei nei, við erum bæði búnir að vera fá á okkur mörk í lokin en líka sjálfir skora mörk í lokin til þess að leikurinn endi með jafntefli. Við þurfum að rýna betur í hlutina og fara snúa þessu í sigra"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar er Gústi til að mynda spurður út í innkomu Sindra Ingimarssonar sem gekk til liðs við Stjörnuna úr 3.deildinni en hann hefur verið í stóru hlutverki í sumar.
Athugasemdir
banner
banner