Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 03. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þurfum að fara snúa jafnteflum í sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta byrjaði virkilega vel hjá okkur, við ætluðum að mæta og setja mark okkar á leikinn snemma sem við gerðum það frábærlega en eftir það kóðnuðum við smá niður og Framararnir gengu á lagið, settu á okkur tvö mörk sem setti okkur í óþæginlega stöðu. Á svona 75. mínútu áttuðum við okkur smá á því eins og oft áður í sumar við værum að tapa leiknum og þurftum að gera einhverjar ráðstafanir og gerðum það en sem betur fer náðum við að jafna leikinn og hefðum mögulega getað unnið hann" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Framarar herjuðu ekkert svakalega að marki Stjörnunnar fyrir utan þessi tvö geggjuðu mörk hjá Tiago.

"Já í rauninni en Framararnir eru bara góðir úti á velli að spila boltanum og fóru oft auðveldlega í kringum okkur með góðu þríhyrningaspili og það er bara smá "identity-ið" hjá Fram sem við virðum og við vorum oft bara hlaupandi á löngum köflum í leiknum en það var gott að koma til baka, erum komnir með 7 jafntefli í sumar og við þurfum að fara snúa þessu í sigra"

Eitt tap, einn sigur og fimm jafntefli síðan júní mánuður hófst hjá Stjörnunni, þeir eru ekki að tapa mikið en sömuleiðis ekki vinna mikið heldur.

"Nei nei, við erum bæði búnir að vera fá á okkur mörk í lokin en líka sjálfir skora mörk í lokin til þess að leikurinn endi með jafntefli. Við þurfum að rýna betur í hlutina og fara snúa þessu í sigra"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar er Gústi til að mynda spurður út í innkomu Sindra Ingimarssonar sem gekk til liðs við Stjörnuna úr 3.deildinni en hann hefur verið í stóru hlutverki í sumar.
Athugasemdir