Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
banner
   mið 03. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þurfum að fara snúa jafnteflum í sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta byrjaði virkilega vel hjá okkur, við ætluðum að mæta og setja mark okkar á leikinn snemma sem við gerðum það frábærlega en eftir það kóðnuðum við smá niður og Framararnir gengu á lagið, settu á okkur tvö mörk sem setti okkur í óþæginlega stöðu. Á svona 75. mínútu áttuðum við okkur smá á því eins og oft áður í sumar við værum að tapa leiknum og þurftum að gera einhverjar ráðstafanir og gerðum það en sem betur fer náðum við að jafna leikinn og hefðum mögulega getað unnið hann" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Framarar herjuðu ekkert svakalega að marki Stjörnunnar fyrir utan þessi tvö geggjuðu mörk hjá Tiago.

"Já í rauninni en Framararnir eru bara góðir úti á velli að spila boltanum og fóru oft auðveldlega í kringum okkur með góðu þríhyrningaspili og það er bara smá "identity-ið" hjá Fram sem við virðum og við vorum oft bara hlaupandi á löngum köflum í leiknum en það var gott að koma til baka, erum komnir með 7 jafntefli í sumar og við þurfum að fara snúa þessu í sigra"

Eitt tap, einn sigur og fimm jafntefli síðan júní mánuður hófst hjá Stjörnunni, þeir eru ekki að tapa mikið en sömuleiðis ekki vinna mikið heldur.

"Nei nei, við erum bæði búnir að vera fá á okkur mörk í lokin en líka sjálfir skora mörk í lokin til þess að leikurinn endi með jafntefli. Við þurfum að rýna betur í hlutina og fara snúa þessu í sigra"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar er Gústi til að mynda spurður út í innkomu Sindra Ingimarssonar sem gekk til liðs við Stjörnuna úr 3.deildinni en hann hefur verið í stóru hlutverki í sumar.
Athugasemdir
banner
banner