Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 03. september 2022 00:09
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Páll: Ef hausinn er í lagi verður góð skemmtun næstu helgi
Lengjudeildin
Rúnar Páll
Rúnar Páll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við skorum tvö góð mörk og héldum markinu hreinu. Aftureldingarliðið er skemmtilegt lið og vel spilandi. Við vörðumst vel. Við vorum þolinmóðir og sýndum aga og skipulag. Við sigldum þessu bara heim” Segir Rúnar Páll Sigmundsson eftir 2-0 sigur sinna manna í Fylki á Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Fylkir

„Þetta var hrikalega flott. Vinnuseminn var góð og þetta krefst þess að hausinn sé rétt stilltur. Þegar maður er kominn upp getur maður misstigið sig og haldið að þetta sé einfalt. Það var kraftur í okkur. Við ætlum að klára næstu helgi Þrótt Vogum heima og vinna þennan titil”.

Benedikt Daríus Garðarsson skoraði bæði mörkin í dag en hann hefur átt gott tímabil eftir að hafa spilað með Elliða í 3. Deildinni í fyrra.

„Hann er frábær strákur og duglegur. Hann er með frábæran skotfót og er eins og margir í liðinu. Bràðefnilegur og flottur strákur.”

Fylkir hefði getað tryggt sér efsta sætið ef önnur úrslit væru hagstæð en það þarf að bíða í bili.

„Það er bara fínt að klára það heima í næstu umferð. Við erum með góðan leik til að klára það og er hausinn er í lagi þá getum við fengið góða skemmtun næstu helgi.”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir