Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. nóvember 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Times: Mourinho snæddi kvöldverð með Raul Sanllehi
Mynd: Getty Images
Starf Unai Emery hjá Arsenal virðist vera í hættu og hefur Jose Mourinho verið nefndur sem arftaki hans.

Slúðurmiðlarnir greindu frá þessum möguleika í vikunni en í gær greindi Sunday Times frá því að Mourinho hafi snætt kvöldverð með Raul Sanllehi, yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal.

Arsenal hefur aðeins tekist að sigra fimm af síðustu sextán deildarleikjum sínum undir stjórn Emery og situr liðið í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, með 17 stig eftir 11 umferðir.

Stuðningsmenn eru byrjaðir að snúast gegn Emery þar sem koma hans hefur ekki bætt árangur félagsins.

Arsenal yrði þriðja úrvalsdeildarfélagið sem Mourinho tæki við en hann hefur aldrei stýrt meira en tveimur liðum úr sömu deild.
Athugasemdir
banner
banner