Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 04. maí 2022 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það skiptir voðalega litlu máli eins og margir vita"
Lengjudeildin
Marki fagnað gegn KM á dögunum.
Marki fagnað gegn KM á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gróttu er spáð 9. sæti í spá Fótbolta.net og í tilefni af því var rætt við fyrirliðann Arnar Þór Helgason í dag.

„Mér líst hrikalega vel á nýtt tímabil og ég er bara mjög spenntur að spila fyrsta leikinn á laugardaginn," sagði Arnar.

„Við misstum nokkra góða pósta úr liðinu frá því í fyrra en mér finnst hópurinn bara vera frábær. Hann er stór, nóg af ungum og efnilegum leikmönnum og ég tel okkur vera með frábæran hóp."

Grótta endaði í sjötta sæti í fyrra. Getur liðið barist í efri hlutanum í sumar?

„Já, af hverju ekki? Þetta er jöfn deild og ég tel okkur vera með hópinn til að berjast við þessi stóru lið. Við ætlum bara að reyna vinna eins marga leiki og við getum og ef við vinnum nóg af leikjum þá verðum við alltaf í toppbaráttunni."

Hvernig finnst þér nýi þjálfarinn Chris Brazell hafa komið inn í hlutina?

„Mér finnst hann hafa haldið áfram frábæru starfi frá því í fyrra. Það eru komnir fleiri Bretar í þjálfarateymið og Dóri líka. Þeir eru búnir að gera gott starf í vetur og ég er bara mjög spenntur að sjá hvernig þeir tækla áskorunina í sumar. Ég held að þeir verði bara flottir."

„Undirbúningtímabilið hefur svo sem ekki verið öðruvísi frá því síðasta, mjög svipað. Ég held að við séum með breiðari hóp og ég tel samkeppnina vera sterka í öllum stöðum. Við erum ekki búnir að ná í góð úrslit á undirbúningstímabilinu en það skiptir voðalega litlu máli eins og margir vita."


Arnar vildi ekki fara djúpt í breyttar áherslur í leik Gróttu. Að lokum var Arnar spurður út í sig sjálfan: „Ég er klár í slaginn, að sjálfsögðu," sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner