Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 04. maí 2022 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það skiptir voðalega litlu máli eins og margir vita"
Lengjudeildin
Marki fagnað gegn KM á dögunum.
Marki fagnað gegn KM á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gróttu er spáð 9. sæti í spá Fótbolta.net og í tilefni af því var rætt við fyrirliðann Arnar Þór Helgason í dag.

„Mér líst hrikalega vel á nýtt tímabil og ég er bara mjög spenntur að spila fyrsta leikinn á laugardaginn," sagði Arnar.

„Við misstum nokkra góða pósta úr liðinu frá því í fyrra en mér finnst hópurinn bara vera frábær. Hann er stór, nóg af ungum og efnilegum leikmönnum og ég tel okkur vera með frábæran hóp."

Grótta endaði í sjötta sæti í fyrra. Getur liðið barist í efri hlutanum í sumar?

„Já, af hverju ekki? Þetta er jöfn deild og ég tel okkur vera með hópinn til að berjast við þessi stóru lið. Við ætlum bara að reyna vinna eins marga leiki og við getum og ef við vinnum nóg af leikjum þá verðum við alltaf í toppbaráttunni."

Hvernig finnst þér nýi þjálfarinn Chris Brazell hafa komið inn í hlutina?

„Mér finnst hann hafa haldið áfram frábæru starfi frá því í fyrra. Það eru komnir fleiri Bretar í þjálfarateymið og Dóri líka. Þeir eru búnir að gera gott starf í vetur og ég er bara mjög spenntur að sjá hvernig þeir tækla áskorunina í sumar. Ég held að þeir verði bara flottir."

„Undirbúningtímabilið hefur svo sem ekki verið öðruvísi frá því síðasta, mjög svipað. Ég held að við séum með breiðari hóp og ég tel samkeppnina vera sterka í öllum stöðum. Við erum ekki búnir að ná í góð úrslit á undirbúningstímabilinu en það skiptir voðalega litlu máli eins og margir vita."


Arnar vildi ekki fara djúpt í breyttar áherslur í leik Gróttu. Að lokum var Arnar spurður út í sig sjálfan: „Ég er klár í slaginn, að sjálfsögðu," sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner