Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   mið 04. ágúst 2021 23:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn mjög sáttur: Heilsteyptasta frammistaðan í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum aldrei komið hingað og fengið eitt né neitt, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum tilbúnir og klárir í leikinn. Þrátt fyrir mark sem við fáum í bakið snemma, maður veit aldrei en ég hafði ekki áhyggjur. Mér fannst við vera þannig stilltir að við myndum koma okkur inn í leikinn aftur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir sigur gegn FH á Kaplakrikavelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

„Þetta var mjög sterkt sálrænt að koma til baka. Við héldum áfram og létum það ekki á okkur fá. Það hefur verið mantran okkar síðustu vikur að við þurfum bara að halda áfram. Við erum búnir að tapa leiki sem við teljum okkur eiga hafa fengi meira úr. Við erum búnir að spila á köflum vel en ekki fengið neitt fyrir það. Nú spilum við frábæran leik og fáum þrjú stig."

Var þetta besti leikur HK í sumar?

„Já, bæði spilamennska og fáum úrslit fyrir það, kannski heilsteyptasta frammistaðan. Þrátt fyrir tvö mörk á okkur var FH ekki að skapa mikið. Færasköpunin og færanýtingin hjá okkur var klárlega mjög góð í dag."

Hvað fannst þér vera lykilinn að þessari færasköpun í leiknum?

„Það er allt í bland, vinnslan inn á miðjunni, við fórum frá vinstri til hægri þegar við gátum það og sköpuðum okkur tíma út á köntunum. Það var góð hreyfing og samspil milli kantmanna og bakvarða. Að sama skapi var hreyfingin inn í teig mjög góð," sagði Brynjar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir