Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
   mið 04. ágúst 2021 23:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn mjög sáttur: Heilsteyptasta frammistaðan í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum aldrei komið hingað og fengið eitt né neitt, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum tilbúnir og klárir í leikinn. Þrátt fyrir mark sem við fáum í bakið snemma, maður veit aldrei en ég hafði ekki áhyggjur. Mér fannst við vera þannig stilltir að við myndum koma okkur inn í leikinn aftur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir sigur gegn FH á Kaplakrikavelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

„Þetta var mjög sterkt sálrænt að koma til baka. Við héldum áfram og létum það ekki á okkur fá. Það hefur verið mantran okkar síðustu vikur að við þurfum bara að halda áfram. Við erum búnir að tapa leiki sem við teljum okkur eiga hafa fengi meira úr. Við erum búnir að spila á köflum vel en ekki fengið neitt fyrir það. Nú spilum við frábæran leik og fáum þrjú stig."

Var þetta besti leikur HK í sumar?

„Já, bæði spilamennska og fáum úrslit fyrir það, kannski heilsteyptasta frammistaðan. Þrátt fyrir tvö mörk á okkur var FH ekki að skapa mikið. Færasköpunin og færanýtingin hjá okkur var klárlega mjög góð í dag."

Hvað fannst þér vera lykilinn að þessari færasköpun í leiknum?

„Það er allt í bland, vinnslan inn á miðjunni, við fórum frá vinstri til hægri þegar við gátum það og sköpuðum okkur tíma út á köntunum. Það var góð hreyfing og samspil milli kantmanna og bakvarða. Að sama skapi var hreyfingin inn í teig mjög góð," sagði Brynjar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner