Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 04. ágúst 2021 23:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn mjög sáttur: Heilsteyptasta frammistaðan í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum aldrei komið hingað og fengið eitt né neitt, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum tilbúnir og klárir í leikinn. Þrátt fyrir mark sem við fáum í bakið snemma, maður veit aldrei en ég hafði ekki áhyggjur. Mér fannst við vera þannig stilltir að við myndum koma okkur inn í leikinn aftur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir sigur gegn FH á Kaplakrikavelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

„Þetta var mjög sterkt sálrænt að koma til baka. Við héldum áfram og létum það ekki á okkur fá. Það hefur verið mantran okkar síðustu vikur að við þurfum bara að halda áfram. Við erum búnir að tapa leiki sem við teljum okkur eiga hafa fengi meira úr. Við erum búnir að spila á köflum vel en ekki fengið neitt fyrir það. Nú spilum við frábæran leik og fáum þrjú stig."

Var þetta besti leikur HK í sumar?

„Já, bæði spilamennska og fáum úrslit fyrir það, kannski heilsteyptasta frammistaðan. Þrátt fyrir tvö mörk á okkur var FH ekki að skapa mikið. Færasköpunin og færanýtingin hjá okkur var klárlega mjög góð í dag."

Hvað fannst þér vera lykilinn að þessari færasköpun í leiknum?

„Það er allt í bland, vinnslan inn á miðjunni, við fórum frá vinstri til hægri þegar við gátum það og sköpuðum okkur tíma út á köntunum. Það var góð hreyfing og samspil milli kantmanna og bakvarða. Að sama skapi var hreyfingin inn í teig mjög góð," sagði Brynjar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner