De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   mán 05. júní 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Jack Butland er að semja við Rangers
Butland var lánaður til Man Utd í janúar en fékk aldrei að spreyta sig fyrir stórveldið.
Butland var lánaður til Man Utd í janúar en fékk aldrei að spreyta sig fyrir stórveldið.
Mynd: Manchester United

Jack Butland verður kynntur sem nýr leikmaður Rangers á næstu dögum en hann mun ganga í raðir skoska félagsins þegar samningur hans við Crystal Palace rennur út í sumar.


Butland er þrítugur markvörður sem hefur verið á láni hjá Manchester United undanfarna mánuði, án þess að fá að spreyta sig.

Butland lék aðeins 17 leiki á þremur árum hjá Crystal Palace en þar áður var hann aðalmarkvörður Stoke City og Birmingham. Hann þótti gríðarlega öflugur á sínum yngri árum og lék til að mynda 9 A-landsleiki fyrir England eftir að hafa verið aðalmarkvörður upp yngri landsliðin.

Butland tekur við markvarðarstöðunni hjá Rangers af Allan McGregor sem er orðinn 41 árs gamall. Hann mun berjast við Robby McCrorie um byrjunarliðssæti.

Man Utd hefur áform um að kaupa nýjan markvörð í sumar en það verður að koma í ljós hvort sá verði aðal- eða varamarkvörður. Tom Heaton og Dean Henderson eru einnig á mála hjá Rauðu djöflunum, en Henderson hefur verið fjarverandi síðan í janúar vegna meiðsla.

Fabrizio Romano greinir frá því að Butland sé að gera fjögurra ára samning við Rangers.


Athugasemdir
banner
banner