
„Mér líður ótrúlega vel. Þetta eru rosalega góð þrjú stig," sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði FH, eftir 2-0 sigur gegn KR í toppbaráttuslag í Lengjudeild kvenna í kvöld.
FH er núna komið á toppinn í deildinni, með betri markatölu en KR-ingar.
FH er núna komið á toppinn í deildinni, með betri markatölu en KR-ingar.
Lestu um leikinn: KR 0 - 2 FH
„Við erum í fyrsta sinn á toppnum. Það er eitthvað! Við ætlum að halda okkur þar."
Hvernig fór FH að því að leggja KR að velli í kvöld? „Þetta var gríðarlega mikil liðsheild, liðssigur. Við vorum allar að berjast fyrir hvor aðra. Okkur langaði þetta gríðarlega mikið og gerðum þetta allt 100 prósent."
Það eru fimm leikir eftir og 15 stig í pottinum. „Það eru gríðarlega erfiðir leikir eftir. Þetta er ekki eitthvað komið hjá ykkur. Við ætlum ekki að líta niður, bara upp á við núna."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Erna nánar um FH-liðið.
Athugasemdir