Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   lau 06. maí 2023 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári skaut á Þór: Eins og að senda pípara í rafvirkjastarf
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er ömurlegt að tapa," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Vestri

„Við ætluðum að mæta þeim og spila okkar leik, vanda okkur við það sem við vorum að gera og ekki vera villtir og vitlausir á vellinum og ætluðum að halda okkur við okkar leikskipulag," sagði Davíð.

Benedikt Waren fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap og þar með rautt. Vestramenn voru alls ekki sáttir við það.

„Ég held að Gunnar (Dómari) hafi ekki vitað að hann væri á gulu spjaldi. Minn leikmaður segir að það hafi verið snerting en hún hafi vissulega ekki verið inn í teig. Góður dómari hefði vitað að hann væri búinn að gefa gult spjald, mér finnst þetta full dýrt fyrir seinna gula spjaldið," sagði Davíð.

Davíð var ekki sáttur með að leikurinn skyldi fara fram í Boganum og skaut föstum skotum á Þórsara og KSÍ.

„Ég ætla ekki að vera með 'losers mentality' og kenna vallaraðstæðum um. Auðvitað er það ekki boðlegt að þegar menn eru að monta sig af því hvað völlurinn er flottur, upphitaður og með dúk og vilja svo ekki spila þar," sagði Davíð.

„Þeir vita að þeir eru gríðarlega sterkir þarna inni, æfa þarna allan veturinn og þeir náðu að nýta sér þetta sem vopn í dag. Leikurinn var skráður á grasvellinum en þeim tókst að færa hann. Mér finnst sambandið bogna svolítið í fótunum, við samþykkjum ekki að leikurinn sé færður. Þeir senda hingað sérfræðing til að skoða völlinn sem segir að hann sé ekki tilbúinn. Sérfræðingurinn er ekki meiri sérfræðingur en það að hann er algjörlega ómenntaður, eins og að senda pípara í rafvirkjastarf. Það er fyrir neðan allar hellur," sagði Davíð.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner