Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 06. maí 2023 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári skaut á Þór: Eins og að senda pípara í rafvirkjastarf
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er ömurlegt að tapa," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Vestri

„Við ætluðum að mæta þeim og spila okkar leik, vanda okkur við það sem við vorum að gera og ekki vera villtir og vitlausir á vellinum og ætluðum að halda okkur við okkar leikskipulag," sagði Davíð.

Benedikt Waren fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap og þar með rautt. Vestramenn voru alls ekki sáttir við það.

„Ég held að Gunnar (Dómari) hafi ekki vitað að hann væri á gulu spjaldi. Minn leikmaður segir að það hafi verið snerting en hún hafi vissulega ekki verið inn í teig. Góður dómari hefði vitað að hann væri búinn að gefa gult spjald, mér finnst þetta full dýrt fyrir seinna gula spjaldið," sagði Davíð.

Davíð var ekki sáttur með að leikurinn skyldi fara fram í Boganum og skaut föstum skotum á Þórsara og KSÍ.

„Ég ætla ekki að vera með 'losers mentality' og kenna vallaraðstæðum um. Auðvitað er það ekki boðlegt að þegar menn eru að monta sig af því hvað völlurinn er flottur, upphitaður og með dúk og vilja svo ekki spila þar," sagði Davíð.

„Þeir vita að þeir eru gríðarlega sterkir þarna inni, æfa þarna allan veturinn og þeir náðu að nýta sér þetta sem vopn í dag. Leikurinn var skráður á grasvellinum en þeim tókst að færa hann. Mér finnst sambandið bogna svolítið í fótunum, við samþykkjum ekki að leikurinn sé færður. Þeir senda hingað sérfræðing til að skoða völlinn sem segir að hann sé ekki tilbúinn. Sérfræðingurinn er ekki meiri sérfræðingur en það að hann er algjörlega ómenntaður, eins og að senda pípara í rafvirkjastarf. Það er fyrir neðan allar hellur," sagði Davíð.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir