De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 06. maí 2023 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári skaut á Þór: Eins og að senda pípara í rafvirkjastarf
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er ömurlegt að tapa," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Vestri

„Við ætluðum að mæta þeim og spila okkar leik, vanda okkur við það sem við vorum að gera og ekki vera villtir og vitlausir á vellinum og ætluðum að halda okkur við okkar leikskipulag," sagði Davíð.

Benedikt Waren fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap og þar með rautt. Vestramenn voru alls ekki sáttir við það.

„Ég held að Gunnar (Dómari) hafi ekki vitað að hann væri á gulu spjaldi. Minn leikmaður segir að það hafi verið snerting en hún hafi vissulega ekki verið inn í teig. Góður dómari hefði vitað að hann væri búinn að gefa gult spjald, mér finnst þetta full dýrt fyrir seinna gula spjaldið," sagði Davíð.

Davíð var ekki sáttur með að leikurinn skyldi fara fram í Boganum og skaut föstum skotum á Þórsara og KSÍ.

„Ég ætla ekki að vera með 'losers mentality' og kenna vallaraðstæðum um. Auðvitað er það ekki boðlegt að þegar menn eru að monta sig af því hvað völlurinn er flottur, upphitaður og með dúk og vilja svo ekki spila þar," sagði Davíð.

„Þeir vita að þeir eru gríðarlega sterkir þarna inni, æfa þarna allan veturinn og þeir náðu að nýta sér þetta sem vopn í dag. Leikurinn var skráður á grasvellinum en þeim tókst að færa hann. Mér finnst sambandið bogna svolítið í fótunum, við samþykkjum ekki að leikurinn sé færður. Þeir senda hingað sérfræðing til að skoða völlinn sem segir að hann sé ekki tilbúinn. Sérfræðingurinn er ekki meiri sérfræðingur en það að hann er algjörlega ómenntaður, eins og að senda pípara í rafvirkjastarf. Það er fyrir neðan allar hellur," sagði Davíð.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner