Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   lau 06. maí 2023 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári skaut á Þór: Eins og að senda pípara í rafvirkjastarf
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er ömurlegt að tapa," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Vestri

„Við ætluðum að mæta þeim og spila okkar leik, vanda okkur við það sem við vorum að gera og ekki vera villtir og vitlausir á vellinum og ætluðum að halda okkur við okkar leikskipulag," sagði Davíð.

Benedikt Waren fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap og þar með rautt. Vestramenn voru alls ekki sáttir við það.

„Ég held að Gunnar (Dómari) hafi ekki vitað að hann væri á gulu spjaldi. Minn leikmaður segir að það hafi verið snerting en hún hafi vissulega ekki verið inn í teig. Góður dómari hefði vitað að hann væri búinn að gefa gult spjald, mér finnst þetta full dýrt fyrir seinna gula spjaldið," sagði Davíð.

Davíð var ekki sáttur með að leikurinn skyldi fara fram í Boganum og skaut föstum skotum á Þórsara og KSÍ.

„Ég ætla ekki að vera með 'losers mentality' og kenna vallaraðstæðum um. Auðvitað er það ekki boðlegt að þegar menn eru að monta sig af því hvað völlurinn er flottur, upphitaður og með dúk og vilja svo ekki spila þar," sagði Davíð.

„Þeir vita að þeir eru gríðarlega sterkir þarna inni, æfa þarna allan veturinn og þeir náðu að nýta sér þetta sem vopn í dag. Leikurinn var skráður á grasvellinum en þeim tókst að færa hann. Mér finnst sambandið bogna svolítið í fótunum, við samþykkjum ekki að leikurinn sé færður. Þeir senda hingað sérfræðing til að skoða völlinn sem segir að hann sé ekki tilbúinn. Sérfræðingurinn er ekki meiri sérfræðingur en það að hann er algjörlega ómenntaður, eins og að senda pípara í rafvirkjastarf. Það er fyrir neðan allar hellur," sagði Davíð.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir