Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   lau 06. maí 2023 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári skaut á Þór: Eins og að senda pípara í rafvirkjastarf
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er ömurlegt að tapa," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Vestri

„Við ætluðum að mæta þeim og spila okkar leik, vanda okkur við það sem við vorum að gera og ekki vera villtir og vitlausir á vellinum og ætluðum að halda okkur við okkar leikskipulag," sagði Davíð.

Benedikt Waren fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap og þar með rautt. Vestramenn voru alls ekki sáttir við það.

„Ég held að Gunnar (Dómari) hafi ekki vitað að hann væri á gulu spjaldi. Minn leikmaður segir að það hafi verið snerting en hún hafi vissulega ekki verið inn í teig. Góður dómari hefði vitað að hann væri búinn að gefa gult spjald, mér finnst þetta full dýrt fyrir seinna gula spjaldið," sagði Davíð.

Davíð var ekki sáttur með að leikurinn skyldi fara fram í Boganum og skaut föstum skotum á Þórsara og KSÍ.

„Ég ætla ekki að vera með 'losers mentality' og kenna vallaraðstæðum um. Auðvitað er það ekki boðlegt að þegar menn eru að monta sig af því hvað völlurinn er flottur, upphitaður og með dúk og vilja svo ekki spila þar," sagði Davíð.

„Þeir vita að þeir eru gríðarlega sterkir þarna inni, æfa þarna allan veturinn og þeir náðu að nýta sér þetta sem vopn í dag. Leikurinn var skráður á grasvellinum en þeim tókst að færa hann. Mér finnst sambandið bogna svolítið í fótunum, við samþykkjum ekki að leikurinn sé færður. Þeir senda hingað sérfræðing til að skoða völlinn sem segir að hann sé ekki tilbúinn. Sérfræðingurinn er ekki meiri sérfræðingur en það að hann er algjörlega ómenntaður, eins og að senda pípara í rafvirkjastarf. Það er fyrir neðan allar hellur," sagði Davíð.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner