"Sem betur fer fundum við leið til að jafna, það hefði verið hrikalega fúlt ef við höfðum labbað héðan út með 0 stig. Ég kannski ekki beint sáttur en ég verð að vera sáttur að ná inn marki og ná jafntefli en ég vildi töluvert meira úr þessum leik" Sagði Pálmi Rafn Pálmason eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í dag.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Stjarnan
Hvað er það sem Pálmi er ekki sáttur með varðandi leikinn ?
"Ég er svona frekar sáttur með frammistöðuna, strákarnir lögðu allt í þetta en ef það var eitthvað sem klikkaði var það ég, á mér taktískt-lega séð en þeir gerðu allt sem þeir gátu fannst mér og það var það sem ég bað þá um að gera og það er kannski bara á mér að hafa ekki unnið þennan leik. Við fengum færin til að klára þennan leik"
KR eru án sigurs í síðustu sex leikjum.
"Það er auðvitað áhyggjuefni og það er enginn ánægður með þetta og sérstaklega ekki í KR. Að vissu leyti áhyggjuefni en að vissu leyti þarf líka að tengja saman góðar frammistöður og þá er ég nokkuð viss um að sigrarnir fara að koma"
Viðtalið við Pálma má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem er rætt um leikmannamál eins og t.d. Benoný Breka, Ægir Jarl, Hólmbert Aron og Húsvíkinginn Jakob Gunnar.
Athugasemdir























