Grindavík þurfti að lúta í gras þegar liðið heimsótti KR á Meistaravelli í kvöld. Eftir góðann heimasigur gegn ÍBV i síðustu umferð komust Grindvíkingar hvorki lönd nér strönd gegn frábæru KR liði og þurftu að endingu að sætta sig við 2-5 tap.
Lestu um leikinn: KR 5 - 2 Grindavík
„Mikil vonbrigði. Þetta var okkar slakasti leikur í sumar og ég óska KR til hamingju með titilinn þeir eru bara besta liðið það er ekki spurning. “ Sagði Tufa þjálfari Grindavíkur um leikinn í kvöld en bætti svo við „Þegar lið fær á sig fimm mörk þá er það þjálfarinn sem er að klikka og ég tek þetta tap á mig.“
Grindavíkurvörnin hefur verið helsti styrkleiki liðisins í sumar og leit hún á köflum afar illa út í kvöld. Var skjálfti í mönnum fyrir leikinn?
„Ég átti ekki von á því. Ég vildi bara setja sjálfstraust í mannskapinn. Við erum eina liðið sem er búið að vinna þetta KR lið sem ég held að sér búið að tapa einum leik síðan í ágúst í fyrra en í dag var engin ástæða til þess að vera hræddur.“
Sagði Tufa en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir