Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einstakt tækifæri og Arnar kallar eftir styrkingu - „Vonandi mun hann velja okkur"
Tarik Ibrahimagic.
Tarik Ibrahimagic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar, á leið í úrslit Mjólkurbikarsins en næst á dagskrá er hins vegar leikur gegn Flora Tallinn í 3. umferð frokeppninnar í Sambandsdeildinni.

Ef Víkingur vinnur það einvígi er liðið í dauðafæri á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

Það sem gæti hindrað Víkinga eru meiðsli. Matthías Vilhjálmsson, Halldór Smári Sigurðsson og Pablo Punyed verða frá næstu vikurnar, Gunnar Vatnhamar meiddist gegn FH í gær og þeir Erlingur Agnarsson og Nikolaj Hansen eru einnig fjarri góðu gamni.

Víkingur er að reyna kaupa Tarik Ibrahimagic af Vestra en Arnar Gunnlaugsson væri til í að fá einni leikmann í viðbót til að styrkja liðið og hópinn.

„Þetta eru reynslumiklir menn, en það bara fylgir þessu. Þetta eru mikið til óheppnismeiðsli. Ég held að við þurfum klárlega smá hjálp. Við þurfum 1-2 leikmenn til að styrkja hópinn og liðið. Þetta er svo einstakt tækifæri og má ekki klúðrast á því að við missum taugarnar á að styrkja hópinn," sagði þjálfari Víkings eftir leikinn í gær.

„Klárlega (er Tarik leikmaður sem við viljum). Það eru fleiri lið á eftir honum en vonandi mun hann velja okkur. Það er leikmaður sem við 'fílum' mjög vel. Vestri er að minnsta kosti búið að samþykkja tilboð og við höfum fengið leyfi til að tala við hann. Vonandi heillar Víkingur hann á þessu stigi ferilsins."

Ef Víkingur slær út Flora þá mætir liðið tapliðinu í einvígi UE Santa Coloma og FK RFS.

„Við erum komnir í 3. umferð og það eru engir leikir léttir. Það er frábært að fá lið sem við eigum góða möguleika á að slá út, en þú þarft samt að klára það. Það segir ekkert að vera kannski betra lið á pappír, sbr. einvígið á móti Shamrock, og klára svo ekki einvígið. Það er fegurðin í bikarkeppnum. Við förum í næsta einvígi fullir sjálfstrausts. Nú er það bara endurheimt, orkusöfnun og gulrótin er til staðar. Það hlýtur að gefa mönnum auka innspýtingu til að finna auka kraft þegar menn finna fyrir þreytu."

„Ég hef fulla trú á því að lettneska liðið (RFS) sigri einvígið, en ég vil samt ekki leyfa mér að hugsa það langt. Við ætlum að klára Flora Tallinn og sjáum svo hvað býður okkar eftir það,"
sagði Arnar.

Fyrri leikur Víkings og Flora Tallinn fer fram á Víkingsvelli á fimmtudagskvöld.
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Athugasemdir
banner
banner
banner