 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Kolbeinn Finnsson var mjög flottur sem hluti af sterkri vörn Íslands í 1-0 sigri gegn Englandi á Wembley.
                
                
                                    Lestu um leikinn: England 0 - 1 Ísland
„Þetta er mikill léttir. Maður er hálf sjokkeraður að hafa náð að vinna á Wembley. Það er ótrúlegt, ef maður pælir í því," segir Kolbeinn.
„Maður getur rétt ímyndað sér að leikmenn Englands séu helvíti ósáttir. Þeir sáu kannski fyrir sér að mæta hingað í einhvern sýningarleik og taka okkur auðveldlega. En við mættum bara og vorum virkilega agaðir varnarlega og tókum okkar móment sóknarlega."
Það var baráttuhugur og liðsheild í íslenska landsliðinu, Kolbeinn fékk gult spjald fyrir að brjóta á Bukayo Saka seint í leiknum.
„Ég var alveg viss um að ég væri með hann þarna, hann er helvíti snöggur."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        




















 
                                 
         
     
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        
