Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Markmiðið var klárlega efstu sætin
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   sun 07. júlí 2024 17:39
Sölvi Haraldsson
Pétur: Er orðinn svo gamall og ruglaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel með sigurinn. Við vorum góðar í fyrri hálfleik og kláruðum þetta eiginlega þá og silgdum þessu svo heim í seinni hálfleik. Mér fannst við gera það mjög vel.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur Vals gegn Víkingum í Víkinni í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 Valur

Valsliðið kom sér í góða stöðu í fyrri hálfleiknum og kláruðu leikinn í seinni hálfleiknum með góðum og öguðum varnarleik.

Það má segja að við höfum klárað þetta fagmannlega í seinni hálfleiknum. Við gátum alveg haldið í boltann betur en við kláruðum þetta og silgdum þremur stigum heim.

Það er erfitt að vinna Víkinga vill Pétur meina og þess vegna er hann sérstaklega ánægður með stigin þrjú í dag.

Leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og við héldum að hann myndi gera fyrir leik. Víkingur er með gott lið og það er erfitt að vinna þær. Þetta er bara gott lið sem við spiluðum á móti og þess vegna er ég sáttur með þrjú stig.

Pétur er sáttur með það að það sé að koma smá frí fyrir leikmennina og hann sjálfan.

Ég er mjög sáttur með þetta. Núna er landsleikjafrí framundan og þá er hægt að slaka aðeins á sem er frábært. Það er fínt að hvíla sig aðeins. Það er líka fínt að hvíla sig á leikjunum, ég er orðinn svo gamall og ruglaður að ég verð að gera það.

Pétur var ánægður með umgjörðina hjá Víkingum í kringum leikinn í dag en það voru toppaðstæður fyrir knattspyrnuiðkun á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Frábærlega gert hjá Víkingum með umgjörðina og annað. Mjög vel gert.“ sagði svo Pétur.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner