fös 07. ágúst 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Óánægja hjá Norwich með tilboð Liverpool í Lewis
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fréttum frá Englandi eru forráðamenn Norwich óánægðir með tilboð Liverpool í vinstri bakvörðinn Jamal Lewis.

Liverpool vill fá Lewis til að vera varamaður í vinstri bakvörðinn á eftir Andy Robertson.

Liverpool bauð tíu milljónir punda í Lewis en Norwich hafnaði því tilboði í gær.

Norwich er sagt vilja fá í kringum 20 milljónir punda fyrir Lewis en hann á þrjú ár eftir af samningi.

Forráðamenn Norwich eru ekki ánægðir með tilboð Liverpool en óljóst er hvort ensku meistararnir ætli að koma með annað og hærra tilboð. Liverpool á ekki mikið fé til leikmannakaupa í sumar vegna áhrifa sem kórónaveiran hefur haft á fjárhag félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner