„Ég er ánægður með leikinn, það er erfitt að lenda svona undir strax, það er ákveðinn brekka en við náðum að svara því vel," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-3 sigur á Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í gær.
Lestu um leikinn: Tindastóll 1 - 3 Breiðablik
„Mér fannst við spila vel og vorum grimmar og reyndum að stoppa þeirra skyndisóknir. Það tókst nokkuð vel, við áttum mjög góða spilkafla og ég er mjög ánægður með stelpurnar og ánægður með sigurinn."
Karitas Tómasdóttir leikmaður Blika fór meidd af velli í uppbótartíma. Hvernig er staðan á henni?
„Hún Karitas er þannig að hún spilar alltaf, ég hef engar áhyggjur af henni, hún er alveg grjóthörð," sagði Vilhjálmur.
Næsti leikur Blika er stórleikur sumarsinsn gegn Val 13. ágúst næstkomandi.
„Við erum búin að spila við Val tvisvar í sumar svo þetta verður hefðbundið. Við ætlum að spila okkar leik og gefa allt í þetta. Nú er okkar tækifæri og við ætlum að nýta það."
Athugasemdir






















