Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 07. ágúst 2022 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Hemmi Hreiðars: Það er alltaf jafn ógeðslegt
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði. Það er fúlt að tapa fótboltaleikjum, það er alltaf jafn ógeðslegt," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-0 tap gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

Eyjamenn hafa verið á góðu róli fyrir þennan leik og voru búnir að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjum sínum fyrir hann.

„Það er búið að vera flottur taktur í okkur og frammistaðan í síðustu fimm, sex og sjö leikjum hefur verið frábær, nánast geggjuð. Við vorum ekki alveg 'on' í dag. Þeir voru sterkari, unnu okkur í baráttunni og vorum með meiri gæði."

„Við fengum fullt af færum og skoruðum tvö mörk sem voru dæmd af, en í heildina fannst mér við aðeins 'off'. Við erum búnir að vera hrikalega sáttir. Maður fyrirgefur svona 'one off' leik."

Andri Rúnar Bjarnason hefur byrjað síðustu leiki á bekknum og þannig var raunin líka í dag. Í fremstu víglínu voru Arnar Breki Gunnarsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson.

„Við erum að skoða það. Hann er búinn að vera í alls konar meiðslum og er að komast á skrið. Það styttist alltaf í að hann verði alveg klár í að byrja fótboltaleiki," sagði Hermann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner