Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 07. ágúst 2022 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Hemmi Hreiðars: Það er alltaf jafn ógeðslegt
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði. Það er fúlt að tapa fótboltaleikjum, það er alltaf jafn ógeðslegt," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-0 tap gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

Eyjamenn hafa verið á góðu róli fyrir þennan leik og voru búnir að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjum sínum fyrir hann.

„Það er búið að vera flottur taktur í okkur og frammistaðan í síðustu fimm, sex og sjö leikjum hefur verið frábær, nánast geggjuð. Við vorum ekki alveg 'on' í dag. Þeir voru sterkari, unnu okkur í baráttunni og vorum með meiri gæði."

„Við fengum fullt af færum og skoruðum tvö mörk sem voru dæmd af, en í heildina fannst mér við aðeins 'off'. Við erum búnir að vera hrikalega sáttir. Maður fyrirgefur svona 'one off' leik."

Andri Rúnar Bjarnason hefur byrjað síðustu leiki á bekknum og þannig var raunin líka í dag. Í fremstu víglínu voru Arnar Breki Gunnarsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson.

„Við erum að skoða það. Hann er búinn að vera í alls konar meiðslum og er að komast á skrið. Það styttist alltaf í að hann verði alveg klár í að byrja fótboltaleiki," sagði Hermann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner