Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. janúar 2020 22:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diego Jóhannesson sagður fara á lán til Cartagena
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seinni partinn í dag náðu Real Oviedo og Diego Jóhannesson, leikmaður liðsins, samkomulagi um það að hinn 26 ára hægri bakvörður færi á lán til Cartagena út júnímánuð.

Samkvæmt frétt Lavardad um félagaskiptin er Oviedo í fjárhagsörðugleikum og hjálpar brotthvarf Diego við að leysa þann vanda.

Real Oviedo leikur í spænsku B-deildinni en Cartagena leikur í deild neðar í riðli fjögur, Segunda Division.

Næsti deildarleikur liðsins er eftir viku þegar liðið mætir CD Badajoz. Diego fær hjá félaginu tækifæri á að spila reglulega hjá félagi á uppleið en Cartagena er í efsta sæti síns riðils á meðan Oviedo berst neðarlega í B-deildinni.

Diego á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland og kom sá fyrsti árið 2016. Diego hefur glímt við meiðsli í vetur og einnig fallið úr náðinni hjá þjálfara Oviedo.
Athugasemdir
banner
banner
banner