Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. mars 2023 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einu vonbrigðin" að Sabitzer og Martial verða ekki með
Miðjumaðurinn Marcel Sabitzer er á láni frá Bayern Munchen út tímabilið.
Miðjumaðurinn Marcel Sabitzer er á láni frá Bayern Munchen út tímabilið.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Marcel Sabitzer og Anthony Martial yrðu ekki með liðinu gegn Real Betis í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Martial er mættur aftur á æfingavöllinn eftir margra leikja fjarveru og styttist í hann en Sabitzer meiddist á síðustu dögum og óvíst hversu lengi hann verður frá.

„Dagskráin er þétt en mér finnst við vera á góðum stað. Einu vonbrigðin eru þau að Marcel Sabitzer er ekki klár í slaginn og eins með Anthony Martial."

„Við verðum að sjá til hvenær Anthony verður klár. Sabitzer missir líka af leknum á morgun. Allir aðrir eru heilir; við erum klárir í leikinn,"
sagði Ten Hag. Einhverjir stuðningsmenn United höfðu áhyggjur af mögulegum meiðslum hjá Casemiro en hann er klár í slaginn ef marka má orð Ten Hag. Victor Lindelöf var ekki í hópnum í síðasta leik gegn Liverpool en hann ætti sömuleiðis að vera klár á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner