Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. ágúst 2020 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo ráðinn stjóri Juventus (Staðfest)
Staðfest!
Staðfest!
Mynd: Getty Images
Juventus hefur staðfest ráðningu á Andrea Pirlo sem nýjum knattspyrnustjóra. Hann tekur við starfinu af Maurizio Sarri sem var rekinn fyrr í dag.

Pirlo skrifar undir samning út tímabilið 2022.

Juventus vann ítölsku deildina í ár en liðið endaði með 83 stig, einu meira en Inter. Liðið vann þá ekki ítalska bikarinn og Ofurbikar Ítalíu og þá féll liðið úr leik úr Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir 2-1 sigur gegn Lyon í gær. Það er óásættanlegur árangur að mati stjórnar Juventus.

Pirlo er fyrrum miðjumaður Juventus. Pirlo var einstaklega góður og gáfaður miðjumaður. Hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf í síðasta mánuði þegar hann var ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus, en hann þurfti ekki að bíða lengi eftir stöðuhækkun.


Athugasemdir
banner